Land Rover

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Land Rover Series I - fyrsta tegundin frá LandRover

Land Rover er bílaframleiðandi frá bænum Solihull í Bretlandi, stofnaður 1948. Fyrstu árin var fyrirtækið deild innan Rover bílaframleiðandans (sem hefur nú hætt starfsemi) en hefur verið í eigu ýmissa aðila í gegnum árin. Nú, 2010, er Land Rover í eigu Tata Motors.

Sagan[breyta | breyta frumkóða]

Land Rover Series II

Fyrsti bíllinn með heitinu Land Rover var frumsýndur 30. apríl 1948 á bílasýningunni í Amsterdam. Frumeintakið hafði þá verið tilbúið frá árinu áður og er fyrsta árgerðin oft miðuð við 1947. Var bíllinn hannaður af Maurice Wilks á búgarði hans og segir sagan að hann hafi fengið innblástur frá hinum upprunalega jeppa, Jeep, en fyrsti Land Roverinn var byggður á grind undan slíkum bíl. Þegar fram liðu stundir var nafnið Land Rover notað sem tegundaheiti á fleiri bíla sem á eftir komu.

Höfuðeinkenni allra bíla frá Land Rover er að þeir eru með fjórhjóladrifi og flestar tegundir frá upphafi hafa verið með yfirbyggingu úr málmblöndu áls og magnesíum sem upphaflega réðst af skorti á stáli á árunum eftir heimsstyrjöldina og offramboði af flugvélaáli. Litavalið á fyrstu bílunum réðst einnig af því að flugvélamálning frá hernum fékkst ódýrt.

Stór hluti af sögu Land Rover er tengdur framleiðslu á bílum fyrir breska herinn sem hefur alla tíð haldið tryggð við fyrirtækið.

Tegundir gegnum tíðina[breyta | breyta frumkóða]

  • Series I, II og III - hinir ‘upprunalegu’ Land Roverar (1948-1985).
  • Range Rover – lúxusútgáfa (1970- ).
  • Defender (einnig þekktur sem 90 eða 110 milli 1984 og 1990) – endurbættur Series bíll, þægindi kynnt til sögunnar, (1984- ).
  • Discovery – enn meiri þægindi kynnt til sögunnar (1989- ).
  • Freelander – fyrsti jepplingurinn frá Land Rover (1997- ).

Af hverri tegund hafa svo verið kynntar til sögunnar ótal undirtegundir og gerðir auk annarra útgáfna sérstaklega framleiddra fyrir breska herinn

Núverandi tegundir[breyta | breyta frumkóða]

Sérútbúinn LR Discovery 2005

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]