Lan Xang

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Kort sem sýnir Lan Xang

Lan Xang (laotíska: ລ້ານຊ້າງ lâansâang) var búddískt konungsríki í norðurhluta landsins sem í dag heitir Laos. Ríkið var stofnað af Fa Ngum árið 1354. Afkomendur hans ríktu yfir landinu næstu aldirnar en við lok 17. aldar liðaðist það í sundur, meðal annars vegna afskipta nágrannaríkisins Ayutthaya (Síam). Síðasti konungur Lan Xang var Sourigna Vongsa en við lát hans árið 1694 skiptist ríkið í þrennt: Vientiane, Luang Prabang og konungsríkið Champasak.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.