Fara í innihald

Lýdía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Lýdíuveldið)
Silfurpeningur sleginn af Krösusi.

Lýdía (assyríska: Luddu; gríska: Λυδία) var járnaldarríki í vesturhluta Litlu-Asíu þar sem nú eru tyrknesku héruðin Manisa og Ismír. Íbúar Lýdíu töluðu lýdísku sem er anatólískt mál. Ríkið varð til við fall veldis Hittíta á 12. öld f.Kr. Það náði hátindi sínum undir stjórn Krösosar á 6. öld f.Kr. en eftir ósigur hans gegn Kýrosi 2. lögðu Persar landið undir sig. Síðar varð Lýdía hluti af ríki Alexanders mikla, Selevkídaríkinu og síðar rómverskt skattland.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.