Krösos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Krösos tekur við skatti af hendi lýdísks bónda, mynd eftir Claude Vignon.

Krösos (eða Krösus) (gríska: Κροῖσος) (595 f.Kr. – u.þ.b. 547? f.Kr.) var síðasti konungur Lýdíu, sonur Alyattes II. Krösos gafst upp fyrir Persum í kringum 547 f.Kr. Fall hans hafði mikil áhrif á Forn-Grikki og varð þeim fast viðmið í dagatalinu. Krösos var mjög þekktur fyrir auðlegð sína, og í sumum tungumálum er talað um að einhver sé „ríkur sem Krösos“ eða „ríkari en Krösos“.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.