Lýðveldishátíðin 1994
Lýðveldishátíðin 1994 var haldin á Þingvöllum 17. júní árið 1994 til að minnast þess að 50 ár voru liðin frá því að Ísland varð lýðveldi.
Fjölbreytt dagskrá hátíðarinnar stóð frá morgni og fram eftir degi og m.a. söng hátíðarbarnakór sem skipaður var eitt þúsund börn víðsvegar af að landinu, tónlistarfólk flutti helstu söngperlur þjóðarinnar og leikarar fluttu hátíðardagskrá tileinkaða börnum.[1] Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands flutti hátíðarávarp en einnig ávörpuðu Margrét Þórhildur Danadrottning, Karl Gústaf Svíakonungur, Haraldur Noregskonungur og Marrti Attisari forseti Finnlands hátíðina en erlendu þjóðhöfðingjunum var sérstaklega boðið til hátíðarhaldanna.
Mikill undirbúningar var fyrir hátíðina og fyrirfram var búist við um 50 þúsund gestum til Þingvalla en þeir urðu mun fleiri eða um 75 þúsund. Sérstakur hátíðarfundur Alþingis var haldinn að Lögbergi að viðstöddum þjóðhöfðingjum Norðurlandanna. Á þingfundinum var samþykkt endurskoðun á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar og stofnun sérstaks hátíðarsjóðs sem ætlað var að styrkja rannsóknir á íslenskri tungu og lífríki sjávar.[2][3]
Miklar umferðartafir settu svip sinn á daginn og urðu margir frá að hverfa á leið sinni til Þingvalla sökum umferðartafa og margir sátu fastir í bílum sínum tímunum saman.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Fjölsýningin Þjóðleikur á Þingvöllum“, Morgunblaðið, 17. júní 1994 (skoðað 12. júlí 2019)
- ↑ „Lýðveldið Ísland 50 ára“, Morgunblaðið, 17. júní 1994 (skoðað 12. júlí 2019)
- ↑ „Tugir þúsunda fögnuðu 50 ára lýðveldisafmæli á Þingvölum“, Morgunblaðið, 19. júní 1994 (skoðað 12. júlí 2019)
- ↑ „Í biðröðum í tvo tíma“, Morgunblaðið, 19. júní 1994 (skoðað 12. júlí 2019)