Lúnokhod 1

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lúnokhod 1 var sovéskur tunglbíll sem lenti á tunglinu þann 17. nóvember 1970 sem hluta af Lúnokhod-geimferðaáætlun Sovétríkjanna.[1][2] Tunglbíllinn virkaði í tíu mánuði eftir komuna til tunglsins en þá rofnaði sambandið við hann.[3] Þegar samband við farið rofnaði týndist tunglfarið og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fannst það ekki aftur fyrr en þann 17. mars 2010 þegar það náðist á mynd sem tekin var af Lunar Reconnaissance Orbiter. Þann 22. apríl 2010 voru gerðar mælingar til þess að segja nákvæmlega til um staðsetningu farsins.[1][4]

Lúnokhod 1 safnaði yfir fimmhundruð jarðvegssýnum af tunglinu og greindi þau auk þess að taka þúsundir mynda og ferðast um 11,2 kílómetra. Á þaki tunglbílsins er glitauga sem endurkastar leisergeisla.[1][2][4]

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 UC San Diego Physicists Locate Long Lost Soviet Reflector on Moon UCSD fréttastofan. Enska. Sótt 2.júní 2011
  2. 2,0 2,1 Gleymdur tunglbíll kemur að góðu haldi - Gömul rússnesk vitvél getur veitt nýjar upplýsingar um tunglið Geymt 10 janúar 2012 í Wayback Machine Lifandi Vísindi. Sótt 2. júní 2011
  3. Lost and Found: Soviet Lunar Rover Discovery News. Enska. Sótt 2. júní 2011
  4. 4,0 4,1 Old Moon Rover Beams Surprising Laser Flashes to Earth Geymt 2 janúar 2016 í Wayback Machine NASA . Enska. Sótt 2. júní 2011