Kóralbleiking
Útlit
Kóralbleiking á sér stað þegar separ kóralla ýta út úr sér þörungum sem lifa í vefjum þeirra. Separ kóralla lifa yfirleitt í sambýli við þörunga en samband milli þeirra er mikilvægt heilsu kóralla og þar af leiðandi heilsu rifsins í heild. Kórallar sem hafa orðið fyrir bleikingu lifa áfram en þeir svelta smám saman því þeir draga 90% af orku sinni af þörungunum.
Talið er að hækkandi hitastig sjávarins og súrnun sjávar valdi kóralbleikingu. Árið 2016 varð 90% af Kóralrifinu mikla fyrir bleikingu en 20% kórallanna dóu í kjölfarið. Útlit er fyrir að bleikingin sé enn að dreifast út en hún hefur sést á svæðum þar sem hún fannst ekki fyrr.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Coral bleaching“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. maí 2017.