Kyogen
Útlit
Kyogen (japönsku: 狂言 Kyōgen, sem þýðir bókstaflega „sturluð orð“ eða „villingaræða“) er japanskt leiklistarform sem minnir á stuttan farsa.
Upphaflega létt millispil í no-leik. Atburðarásin snýst jafnan um að slægvitur þjónn leikur á grunlausan húsbónda. Hugleiðsla, sem Þjóðleikhúsið sýndi í sýningunni Kirsiblómum á Norðurfjalli (1979), er dæmi um kyogen.