Fara í innihald

Kulusuk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kulusukk)
Aðflug að Kulusuk-flugvelli ljósmyndað í 3000 feta hæð í júlí 1996

Kulusukdönsku: Kap Dan) er byggðakjarni á samnefndri eyju í byggðarlaginu Sermersooq á Austur-Grænlandi. Íbúafjöldi er um 350. Á Kulusuk-eyju er einnig Kulusuk-flugvöllur sem er eini alþjóðlegi flugvöllurinn á Austur-Grænlandi. Yfir sumartímann flýgur Flugfélag Íslands til Kúlúsúk frá Reykjavík. Reglulegt áætlunarflug á vegum Air Greenland er allt árið um kring frá Nuuk og Kangerlussuaq. Frá flugvellinum er um 10 mínútna flug með þyrlu til Tasiilaq. Frá 1959 til 1991 var rekin bandarísk ratsjárstöð í Kulusuk.

Grænlenska nafnið Kulusuk þýðir 'bringa teistunnar'.