Kristin Chenoweth

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kristin Chenoweth
Chenoweth á Emmy verðlaunaafhendingunni árið 2008
Chenoweth á Emmy verðlaunaafhendingunni árið 2008
Upplýsingar
FæddKristi Dawn Chenoweth
24. júlí 1968 (1968-07-24) (54 ára)
Ár virk1991 -
Helstu hlutverk
Annabeth Schott í The West Wing
Olive Snook í Pushing Daisies
Sally Brown í You´er a Good Man, Charlie Brown
Glinda í Wicked

Kristin Chenoweth (fædd Kristin Dawn Chenoweth 24. júlí 1968) er bandarísk leikkona og söngkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í söngleikjunum You're a Good Man, Charlie Brown og Wicked. Þekktustu hlutverk hennar í sjónvarpi eru The West Wing og Pushing Daisies.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Chenoweth fæddist í Broken Arrow, Oklahoma og var ættleidd aðeins fimm daga gömul.[1][2][3] Chenoweth byrjaði ung að koma fram sem söngvari í kirkjum þar sem hún söng gospellög.[4]

Útskrifaðist hún með BFA gráðu í söngleik frá Oklahoma City háskólanum og síðan MA gráðu í óperuleik frá sama skóla.[5] Á meðan hún var í námi þá tók hún þátt í fegurðarsamkeppnum og vann titilinn "Miss OCU" og var önnur í röðinni fyrir Miss Oklahoma keppninni árið 1991.[4][6]

Chenoweth tók þátt í mörgum söngvakeppnum og var nefnd upprennandi söngvari af Metropolitan Opera áheyrnarnefndinni og í verðlaun fékk hún skólastyrk við Academy of Vocal Arts í Fíladelfíu árið 1993.[7] Tveimur vikum áður en skólinn byrjaði, fór hún til New York-borgar að aðstoða vin sinn við flutning. Á meðan hún var þar tók hún þátt í áheyrnarprufu fyrir leikritið Animal Crackers og fékk hlutverk Arabella Rittenhouse. Ákvað hún að afþakka skólastyrkinn og flytja í staðinn til New York í þeim tilgangi að vinna við söngleiki.[7]

Chenoweth þjáist af Meniere-sjúkdómnum eða völdunarsvima. Sjúkdómurinn á uppruna sinn í innra eyranu og getur orsakað höfuðverki, svima, uppköst og lélega heyrn. Hefur hún sagt að á tónleikum hefur hún þurft að styðjast við samtónlistarmenn sína til að halda jafnvægi og hefur þurft að sleppa við sýningar.[8]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Rithöfundur[breyta | breyta frumkóða]

Chenoweth gaf út ævisöguna sína A Little Bit Wicked: Life, Love, and Faith in Stages árið 2009.[9]

Tónlist[breyta | breyta frumkóða]

Chenoweth söng inn á hljóðupptöku ásamt samleikurum sínum í The Most Happy Fella, A New Brain You're a Good Man og Charlie Brown. Söng hún inn á plötuna Kidults með Mandy Patinkin árið 2001.

Árið 2001 gaf Chenoweth út fyrstu sólóplötuna sína Let Yourself Go og síðan þá hefur hún gefið út plötur á borð við A Lovely Way To Spend Christmas, Promises, Promises og Some Lessons Learned.

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta leikhúshlutverk Chenoweth var árið 1993 í leikritinu Animal Crackers þar sem hún lék Arabellu Rittenhouse.[7] Hefur hún síðan þá komið fram í leikritum á borð við Epic Proportions, Scapin, A New Brain og Love, Loss, and What I Wore.

Chenoweth er þekktust fyrir hlutverk sín í söngleikjum á borð við Wicked, The Apple Tree og You´er a Good Man, Charlie Brown.

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Chenoweth var árið 1999 í þættinum LateLine. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Frasier, Fillmore, Ugly Betty og Hot in Cleveland.

Árið 2004 var henni boðið hlutverk í The West Wing sem Annabeth Schott sem hún lék til ársins 2006. Chenoweth lék síðan eitt af aðalhlutverkunum í Pushing Daisies sem Olive Snook frá 2007 – 2009.

Hefur hún verið með stór gestahlutverk í Glee og The Good Wife.

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Chenoweth var árið 2002 í Topa Topa Bluffs. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við The Pink Panther, Running with Scissors, Four Christmases og Hit and Run.

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2002 Topa Topa Bluffs Patty
2005 Bewitched Maria Kelly
2006 The Pink Panther Cherie
2006 RV Mary Jo Gornicke
2006 Stranger Than Fiction Kynnir á bókastöð
2006 Running with Scissors Fern Stewart
2006 Deck the Halls Tia Hall
2008 Space Chimps Kilowatt Talaði inn á
2008 Four Christmases Courtney
2009 Into Temptation Linda Salerno
2009 Tinker Bell and the Lost Treasure Rosetta Talaði inn á
2010 You Again Georgia
2012 Hit and Run Debbie Kreeger
2012 Family Weekend Samantha Smith-Dungy Kvikmyndatökum lokið
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1999 LateLine Kristin Þáttur: The Christian Guy
1999 Paramour ónefnt hlutverk Sjónvarpsmínisería
1999 Annie Lily St. Regis Sjónvarpsmynd
2001 Seven Roses ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2001 Kristin Kristin Yancey 11 þætttir
2001 Frasier Portia Sanders Þáttur: Junior Agent
2002 Baby Bob Crystal Carter Þáttur: Talking Babies Say the Darndest Things
2003 Fillmore Leiðsögukona á safni Þáttur: Masterstroke of Malevolence
Talaði inn á
2003 The Music Man Marian Paroo Sjónvarpsmynd
2005 Great Performances Cunegonde Þáttur: Leonard Bernstein´s ´Candide‘
2004-2006 The West Wing Annabeth Schott 34 þættir
2003-2006 Sesame Street Ms. Noodle 2 þættir
2007 Ugly Betty Diane Þáttur: East Side Story
2007 Robot Chicken Móðir/Prinsessa Þáttur: Squaw Bury Shortcake
Talaði inn á
2007-2009 Pushing Daisies Olive Snook 22 þættir
2009 Sit Down Shut Up Miracle Grohe 13 þættir
2009 12 Men of Christmas E.J. Baxter Sjónvarpsmynd
2010 Legalle Mad Skippy Pylon Sjónvarpsmynd
2011 Submissions Only Cindy Ruehl Þáttur: Yore So Bad
2009-2011 Glee April Rhodes 3 þættir
2012 Hot in Cleveland Courtney Þáttur: The Gateway Friend
2012 GCB Carlene Cockburn 10 þættir
2012 Lovin´ Lakin Kristin Chenoweth Sjónvarpsmínisería
ónefndir þættir
2012 The mark Twain Prize: Ellen DeGeneres ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2012 The Good Wife Peggy Byrne 2 þættir

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

 • Promises, Promises (28. mars 2010 – 2. janúar 2011) – Fran Kubelik (The Broadway Theatre).
 • Love, Loss, and What I Wore (1. Október – 25. Mars 2012) – ónefnt hlutverk (Westside Theatre- Downstairs).
 • The Apple Tree (14. desember 2006 – 11. mars 2007) – Eve, Prinsessan Barbára, Ella og Passionella (Studio 54).
 • Wicked (8. október 2003 – 18. júlí 2004) – Glinda the Good Witch (George Gershwin Theatre).
 • Epic Proportions (7. september 1999 – 19. desember 1999) – Louise Goldman (Helen Hayes Theatre)

 • You´re a Good Man, Charlie Brown (4. febrúar 1999 – 13. júní 1999) – Sally Brown (Ambassador Theatre).
 • A New Brain (18. júní – 23. ágúst 1998) – Nancy D/þjónustustúlka (Mitzi E. Newhouse Theatre).
 • Steel Pier (24. apríl 1997 – 28. júní 1997) – Precious McGuire (Richard Rodgers Theatre).
 • Scapin (9. janúar 1997 – 23. mars 1997) – Hyacinth (Laura Pels Theatre).
 • The Fantasticks (1994) – Luisa (Sullivan Street Playhouse).
 • Box Office of the Damned (1994) – Kristy (CSC Theatre).

Plötuútgáfa[breyta | breyta frumkóða]

 • Some Lessons Learned (13. september 2011).
 • I Want Somebody (Bitch About) (23. maí 2011).
 • Promises, Promises (22. júní 2010).
 • A Lovely Way To Spend Christmas (14. október 2008).
 • As I Am (5. apríl 2005).
 • Let Yourself Go (29. maí 2001).

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

Drama Desk-verðlaunin

 • 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir The Apple Tree
 • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir Wicked.
 • 1999: Verðlaun sem besta leikkona í söngleik fyrir You´re a Good Man, Charlie Brown.

Drama League-verðlaunin

 • 2007: Tilnefnd fyrir bestu frammistöðu sína í leikhúsi fyrir The Apple Tree.
 • 2004: Tilnefnd fyrir bestu frammistöðu sína í leikhúsi fyrir Wicked.

GLAAD Media-verðlaunin

 • 2011: Vanguard verðlaunin.

Gold Derby TV-verðlaunin

 • 2010: Verðlaun sem besta leikkona í gestahlutverki í gamanseríu fyrir Glee.
 • 2009: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í gamanseríu fyrir Pushing Daisies.
 • 2008: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í gamanseríu fyrir Pushing Daisies.
 • 2008: Tilnefnd sem nýliði ársins fyrir Pushing Daisies.

Outer Critics Circle-verðlaunin

 • 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir The Apple Tree.
 • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir Wicked.
 • 1999: Verðlaun sem besta leikkona í söngleik fyrir You´re a Good Man, Charlie Brown.

People's Choice-verðlaunin

 • 2012: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í sjónvarpi fyrir Glee.

Primetime Emmy-verðlaunin

 • 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í gamanseríu fyrir Glee.
 • 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í gamanseríu fyrir Glee.
 • 2009: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í gamanseríu fyrir Pushing Daisies.
 • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í gamanseríu fyrir Pushing Daisies.

Razzie-verðlaunin

Satellite-verðlaunin

 • 2009: Verðlaun sem besta gestastjarna fyrir Glee.
 • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í seríu, míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Pushing Daisies.

Screen Actors Guild-verðlaunin

 • 2006: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 2005: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.

Theatre World-verðlaunin

 • 1997: Verðlaun fyrir frumraun sína á Broadway fyrir Steel Pier.

Tony-verðlaunin

 • 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í söngleik fyrir Wicked.
 • 1999: Verðlaun sem besta leikkona í söngleik fyrir You´re a Good Man, Charlie Brown.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Chenoweth, Chapters 1 and 5
 2. „Kristin Dawn Chenoweth“. KChenoweth.Net. Afrit af upprunalegu geymt þann janúar 27, 2012. Sótt October 13, 2011.
 3. Randall, Henry P. Who's who among students in American universities and colleges, vol. 57, Randall Publishing Co., 1991, p. 249, accessed August 29, 2012
 4. 4,0 4,1 „Biography“. Turner Classic Movies.[óvirkur tengill]
 5. Ævisaga Kristin Chenoweth á IMDB síðunni
 6. Chenoweth, chapter 3
 7. 7,0 7,1 7,2 „Kristin Chenoweth biography“. Afrit af upprunalegu geymt þann júlí 8, 2012. Sótt March 25, 2008.
 8. „Viðtal við Kristin Chenoweth í Fresh Air þættinum á WHYY útvarpsstöðinni þann 16. apríl 2009“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. janúar 2012. Sótt 19. desember 2012.
 9. „Chenoweth's Autobiography, A Little Bit Wicked, Due in April  2009“.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]