Unun
Unun var íslensk popp-rokk hljómsveit frá Reykjavík stofnuð af Gunnari Lárus Hjálmarssyni (Dr. Gunni) og Þór Eldon Jónsson (áður í Sykurmolunum) árið 1993. Ragnheiður Eiríksdóttir (Heiða), söngkona, gekk í Unun árið 1994. En áður hafði Kristín Jónsdóttir (nú eld- og jarðskjálftafræðingur) spreytt sig í söng með sveitinni. Kristín söng í laginu Hann mun aldrei gleym‘enni með Rúnari Julíussyni. Ýmsar mannabreytingar í öðrum stöðum eins og trommur og hljómborð voru hjá sveitinni í gegnum tíðina. Meðal lagasmella Ununar voru Lög unga fólksins og Ástin dugir (með Páli Óskari).
Unun hitaði upp fyrir Björk á þrennum tónleikum í Bretlandi árið 1996 (þar á meðal á Wembley) og árið eftir spilaði hún á Hróarskelduhátíðinni.
Hljómsveitin hætti árið 1999. Þrír meðlimir (Dr. Gunni, Heiða og Elvar) komu saman árið 2007 og spiluðu á tónleikum tileinkuðum Lee Hazlewood.
Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Æ (1994)
- Super Shiny Dreams (1995)
- Ótta (1998)
Stuttskífa
[breyta | breyta frumkóða]- Bones (1998)