Fara í innihald

Kristín Einarsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristín Einarsdóttir (f. 11. janúar 1949) lífeðlisfræðingur og viðskiptafræðingur var alþingismaður Kvennalistans frá 1987 - 1995 [1]

Kristín er fædd í Reykjavík en er alin upp í Keflavík. Foreldrar hennar voru Sigrid L.S.E. Toft og Einar Þorsteinsson. Kristín var kjörin á Alþingi árið 1987 fyrir Samtök um kvennalista í Reykjavíkurkjördæmi. Hún sat á þingi til ársins 1995. Hún lauk meistarapróf í viðskiptafræði 2017 (Fjármál fyrirtækja) og 2002 (Stjórnun og stefnumótun) frá Háskóla Íslands, kandidatspróf (cand real) í lífeðlisfræði 1979 frá Háskólanum í Osló og BS í líffræði frá HÍ 1975.

Kristín starfaði sem kennari við Gagnfræðaskóla Keflavíkur og Iðnskólann í Keflavík 1970-1971 og kennari og sérfæðingur í lífeðlisfræði við Hákóla Íslands 1979-1987 þegar hún var kjörin á Alþingi. Hún var framkvæmdastjóri Félags háskólakennara (1995-1997) og Lyfjaþróunnar (1997-1999). Kristín starfaði hjá Reykjavíkurborg frá 1999-2014 fyrst sem framkvæmdastjóri miðborgarinnar, framkvæmdastjóri Skipulagssjóðs og aðstoðarsviðsstjóri á Umhverfis- og framkvæmdasviði.


Kristín var einn af stofnendum Kvennaframboðsins í Reykjavík árið 1982 og Kvennalistans árið 1983 og var þingkona Kvennalistans frá 1987-1995. Hún var formaður umhverfisnefndar Alþingis 1993-1995 og varaforseti 1991-1995. Kristín sat í Norðulandaráði 1991-1995 og sat m.a. í ritstjórn tímaritsins Nordisk kontakt. Hún var fulltrúi Alþingis á umhverfisráðstefnunni í Ríó 1992, var í Alþjóða þingmannaráðinu og var fulltrúi Alþingis á tveimur þingum Sameinuðu þjóðanna.


Kristín sat í stjórn Húsnæðisstofnunar 1985-1987, í stjórn Landsvirkjunar 1995-1999, í stjórn Hollustuverndar ríkisins (1995-1996) og var formaður stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur (1998-1999).

Hún sat í nefndum til að endurskoða lög um jafnan rétt og stöðu kvenna og karla, um opinbera stefnu og lög um ferðamál, um náttúrurannsóknir og Náttúrufræðistofnun, um stefnu Íslendinga í hvalamálum, um fyrirkomulag fjármagnstekjuskatts og var formaður Samstöðu um óháð Ísland. Hún var í stjórn Perluvina samtaka um mergæxli og í stjórn félags fyrrverandi Alþingismanna. Hún stofnaði ásamt nokkrum Kvennalistakonum IceFemIn sem hefur það að markmiði að styrkja og efla konur.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Æviágrip Alþingismanna“.