Konungskóbra
Útlit
Konungskóbra | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Ophiophagus hannah (Shaw, 1799) | ||||||||||||||
Heimkynni konungskóbra
|
Konungskóbra (fræðiheiti: Ophiophagus hannah) er kóbra og stærsta eiturslanga í heimi. Hún getur orðið allt að 6 metrum á lengd, vegið allt að 13 kílóum og lifað í um 20 ár.
Heimkynni
[breyta | breyta frumkóða]Konungskóbran lifir helst í regnskógum eða á svæðum þar sem er skóglendi og mikið regn. Þær er aðallega að finna á sléttum í Indlandi, Suður-Kína og Suðaustur-Asíu. Kóbrurnar kunna vel við sig uppi í trjám en einnig í vatni og uppi á landi.
Útlit
[breyta | breyta frumkóða]Húðin er annaðhvort ólífugræn, brún eða svört. Gul krossbönd koma niður líkamann. Maginn er rjómagulur og er sléttur og mjúkur. Karlkyns kóbran er gildari og stærri en kvenkyns kóbran.
Mataræði
[breyta | breyta frumkóða]Konungskóbrurnar lifa aðallega á öðrum slöngum, bæði eitruðum og óeitruðum. Einnig éta þær eðlur, egg og minni spendýr.
Nokkrar staðreyndir um konungskóbruna
[breyta | breyta frumkóða]- Konungskóbrurnar eru einu slöngurnar í heiminum sem búa til hreiður fyrir egg sín.
- Eitrið í kóbrunum hefur verið notað sem verkjalyf og lyf gegn liðagigt.
- Með einu biti spýtir konungskóbran úr sér allt að 7 millilítrum af eitri sem getur drepið allt að 7 manns og jafnvel heilan fíl.
- Kóbrurnar lyfta sér upp og þenja út út hettuna sem þær eru með þegar þær eru í árásarham.
- Þær geta lyft upp allt að einum þriðja af líkamslengd sinni.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- http://www.animalstown.com/animals/c/cobra/cobra.php
- http://animals.nationalgeographic.com/animals/reptiles/king-cobra/
- http://www.theanimalspot.com/kingcobra.htm
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist konungskóbru.
Wikilífverur eru með efni sem tengist konungskóbru.