Fara í innihald

Konungsjörð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Konungsjörð eða krúnujörð er landareign í eigu konungs. Í Ástralíu og Nýja Sjálandi er hugtakið krúnujörð notað yfir land í almenningseign.

Í Danmörku eignaðist konungur miklar landareignir við siðaskiptin sem áður voru í eigu kirkna og klaustra. Við afnám einveldis í Danmörku 1848-9 gengu þessar eignir til ríkisins. Á Íslandi var hafist handa við að selja stólsjarðir Hólastóls og Skálholtsstóls undir lok 18. aldar, meðal annars til að fjármagna nýju dómkirkjuna í Reykjavík og stofnun nýs biskupsembættis þar. Hafist var handa við sölu konungsjarða fljótlega eftir það og um 1840 var farið að tala um „þjóðjarðir“. Eftir að Landssjóður var stofnaður fékk hann forræði yfir þjóðjörðum en ekki var farið að tala um „ríkisjarðir“ fyrr en á 3. áratug 20. aldar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.