Fara í innihald

Kompásstrik

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kompásrós með 32 strik

Kompásstrik eða einfaldlega strik eru strik sem skipta kompásrós í jafna geira eftir höfuðáttum: norður, suður, austur og vestur; milliáttum: norðaustur, suðaustur, suðvestur og norðvestur; og stundum frekari milliáttum: norður að austri, norðaustur að norðri o.s.frv. Í siglingafræði er áttavita þannig skipt í 32 strik. Hver geiri verður þá 11°15'. Hvert strik getur enn fremur skipst í fjóra parta þannig að hver hluti verði 2°49'.