Knattspyrnusamband Asíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Knattspyrnusamband Asíu
SkammstöfunAFC
EinkennisorðThe future is Asia
Stofnun8. maí 1954 (1954-05-08) (69 ára)
GerðÍþróttasamtök
HöfuðstöðvarFáni Malasíu Kúala Lúmpúr, Malasíu
MarkaðsvæðiAsía
ForsetiZhang Jiong
MóðurfélagAlþjóðaknattspyrnusambandið
Vefsíðawww.the-afc.com

Knattspyrnusamband Asíu (skammstöfun: AFC) er yfirumsjónaraðili knattspyrnu í Asíu. Aðildarfélög sambandsins eru 46 talsins og eru flest á meginlandi Asíu.

Knattspyrnusambönd í löndum sem liggja bæði í Evrópu og Asíu eru í Knattspyrnusambandi Evrópu ásamt Azerbaijan, Georgíu, Armeníu og Ísrael sem hafa öll stjórnmálaleg tengsl við Evrópu. Eyjaálfuríkin Ástralía, Gvam og Norður-Maríanaeyjar eru aðildarfélög að Knattspyrnusambandi Asíu.

Sambandið var stofnað 8. maí 1954 í Manila, Filippseyjum og er eitt af sex álfusamböndum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Höfuðstöðvar félagsins eru í Bukit Jalil, Kúala Lúmpúr, Malasíu. Núverandi forseti sambandsins er kínverjinn Zhang Jiong.

Keppnir[breyta | breyta frumkóða]

Fremsta mót sambandsins er Asíumeistaramótið sem er haldið á fjögurra ára fresti. Sigurvegari mótsins er titlaður sem meistari Asíu. Sambandið heldur undankeppnir fyrir heimsmeistaramótið og Ólympíuleikana. Önnur mót sambandsins eru skipt niður eftir styrkleikaflokkum og atvinnudeildum landana. Lægstu 3 styrkleikaflokkar Asíu keppa í áskorunarmóti sem haldið er á tveggja ára fresti. Efstu 32 félagslið álfunnar keppna í meistarakeppni og lönd með atvinnudeild keppa í árlegri forsetakeppni.

Svæðisdeildir sambandsins eru ASEAN knattspyrnusambandið, Austur Asíu knattspyrnusambandið, Mið- og Suður Asíu knattspyrnusambandið og Vestur Asíu knattspyrnusambandið. Öll þessi sambönd auk Arabalandanna halda svæðisbundnar keppnir.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Asian Football Confederation“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. júní 2011.