Knattspyrnusamband Asíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Knattspyrnusamband Asíu
Asian Football Confederation member associations map.svg
Skammstöfun AFC
einkennisorð The future is Asia
Stofnun 8. maí 1954 (1954-05-08) (64 ára)
Gerð Íþróttasamtök
Höfuðstöðvar Fáni Malasíu Kúala Lúmpúr, Malasíu
Markaðsvæði Asía
Forseti Zhang Jiong
Móðurfélag Alþjóðaknattspyrnusambandið
Vefsíða www.the-afc.com

Knattspyrnusamband Asíu (skammstöfun: AFC) er yfirumsjónaraðili knattspyrnu í Asíu. Aðildarfélög sambandsins eru 46 talsins og eru flest á meginlandi Asíu.

Knattspyrnusambönd í löndum sem liggja bæði í Evrópu og Asíu eru í Knattspyrnusambandi Evrópu ásamt Azerbaijan, Georgíu, Armeníu og Ísrael sem hafa öll stjórnmálaleg tengsl við Evrópu. Eyjaálfuríkin Ástralía, Gvam og Norður-Maríanaeyjar eru aðildarfélög að Knattspyrnusambandi Asíu.

Sambandið var stofnað 8. maí 1954 í Manila, Filippseyjum og er eitt af sex álfusamböndum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Höfuðstöðvar félagsins eru í Bukit Jalil, Kúala Lúmpúr, Malasíu. Núverandi forseti sambandsins er kínverjinn Zhang Jiong.

Keppnir[breyta | breyta frumkóða]

Fremsta mót sambandsins er Asíumeistaramótið sem er haldið á fjögurra ára fresti. Sigurvegari mótsins er titlaður sem meistari Asíu. Sambandið heldur undankeppnir fyrir heimsmeistaramótið og Ólympíuleikana. Önnur mót sambandsins eru skipt niður eftir styrkleikaflokkum og atvinnudeildum landana. Lægstu 3 styrkleikaflokkar Asíu keppa í áskorunarmóti sem haldið er á tveggja ára fresti. Efstu 32 félagslið álfunnar keppna í meistarakeppni og lönd með atvinnudeild keppa í árlegri forsetakeppni.

Svæðisdeildir sambandsins eru ASEAN knattspyrnusambandið, Austur Asíu knattspyrnusambandið, Mið- og Suður Asíu knattspyrnusambandið og Vestur Asíu knattspyrnusambandið. Öll þessi sambönd auk Arabalandanna halda svæðisbundnar keppnir.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Asian Football Confederation“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. júní 2011.