Fara í innihald

Kleggjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kleggjar
Tabanus sulcifrons[1]
Tabanus sulcifrons[1]
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Tvívængjur (Diptera)
Undirættbálkur: Eiginlegar flugur (Brachycera)
Innættbálkur: Tabanomorpha
Yfirætt: Tabanoidea
Ætt: Tabanidae
Ættkvíslir

samkvæmt ITIS:
Undirætt Chrysopsinae:
Merycomyia
Chrysops
Neochrysops
Silvius
Undirætt Pangoniinae:
Apatolestes
Asaphomyia
Brennania
Esenbeckia
Pangonia
Pegasomyia
Stonemyia
Goniops
Undirætt Tabaninae:
Anacimas
Bolbodimyia
Catachlorops
Chlorotabanus
Diachlorus
Dichelacera
Holcopsis
Lepiselaga
Leucotabanus
Microtabanus
Stenotabanus
Haematopota
Agkistrocerus
Atylotus
Hamatabanus
Hybomitra
Poeciloderas
Tabanus
Whitneyomyia
Óstaðsett:
Zophina

Kleggjar (eða hestaflugur) (fræðiheiti: Tabanidae) er ætt flugna af ættbálki tvívængja. Til eru um 4000 tegundir af kleggjum í heiminum. Kvendýrin eru blóðsugur og leggjast á spendýr, til dæmis hesta og menn og bit þeirra geta verið sársaukafull, sérstaklega af völdum stærri tegunda kleggja. Sársaukinn er að hluta til af því að kleggjar skera nógu stórt gat á húðina til þess að geta lapið upp blóðið sem rennur út í stað þess að drekka blóðið gegnum húðina. Oft bólgnar húðin í kringum bitið, ekki ósvipað biti mýflugunnar. Kleggjar geta borið ýmiss konar smit, meðal annars miltisbrand en það er óalgengt á norrænum slóðum.

Talað er um kleggja í Physiologus, fornu handriti norrænu, og þar segir:

Akur sá er í Babýlon, þá er hann frævist þá leggjast í akurinn flugur þær er kallast af alþýðu kleggjar. Þær eta úr frækornið og spilla svo ávextinum. En þær marka villumenn þá er láta sem rétt kenni en það er þó rangt og þarf við þeim að sjá.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.