Klaufabrekknakot

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Klaufabrekknakot í Svarfaðardal

Klaufabrekknakot (Klaufrakot) er bær í Svarfaðardal fram, 17 km frá Dalvík, nokkru innan við kirkjustaðinn að Urðum. Upp af bænum rís tindurinn Auðnasýling (1261 m) en handan Svarfaðardalsár er Búrfellshyrna, hömrum gyrt og hrikaleg. Jörðin var byggð út úr Klaufabrekkum á fyrri hluta 17. aldar að því að talið er, og bærinn reistur í utanverðu heimatúninu þar. [1]

Í dag er rekinn hefðbundinn búskapur í Klaufabrekknakoti.

  1. Stefán Aðalsteinsson (1976). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík. bls. 127.