Klóelfting

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Klóelfting
Nærmynd af klóelftingu
Nærmynd af klóelftingu
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Byrkningar (Pteridophyta)
Flokkur: Equisetopsida
Ættbálkur: Equisetales
Ætt: Equisetaceae
Ættkvísl: Elftingar (Equisetum)
Tegund: Klóelfting
Tvínefni
Equisetum arvense
Linnaeus, 1753

Klóelfting (fræðiheiti: Equisetum arvense) er elfting. Hún hefur gárótta, sívala og liðskipta stöngla sem hafa liðskiptar, kransstæðar greinar. Hún þekkist á því að neðsti liður hverrar greinar er mun lengri en stöngulslíðrið, þetta á þó ekki við um greinarnar á neðstu stöngulliðunum. Gróöxin, sem kallast skollafætur, skollafingur eða góubeitlar, vaxa snemma á vorin, löngu áður en elftingin sjálf sést. Þau eru blaðgrænulaus, ljósmóleit með svörtum slíðrum og falla eftir gróþroskun.

Klóelfting nær 20 til 40 sentímetra hæð og vex gjarnan á röskuðum svæðum, í görðum, vegköntum, mólendi og skógarbotnum.

Annað[breyta | breyta frumkóða]

Klóelfting hefur 216 litninga (108 pör) sem er fimm sinnum meira en maðurinn sem hefur 46 litninga.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist