Fara í innihald

Kjördæmahagræðing

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kjördæmahagræðing nefnist það ferli þegar kjördæmamörk eru flutt til þannig að úrslit verði á annan veg en ef þau hefðu haldist óbreytt. Einkum á þetta við í einmenningskjördæmum.

Í Bandaríkjunum

[breyta | breyta frumkóða]
Þessi skopmynd sýnir ákveðin kjördæmamörk innan Suður Essex fylkis í Massachusetts árið 1812. Þótti kjördæmið líkjast salamöndru, en bandaríska heitið yfir kjördæmahagræðingu Gerrymandering er samsuða af orðinu Salamander og nafninu Gerry.

Bandaríska heitið yfir kjördæmahagræðingu Gerrymandering er samsuða af orðinu Salamander og nafninu Gerry nefnt eftir eftir Elbridge Gerry. Orðið kom fyrst fram í dagblaðinu Boston Gazette þann 26. mars árið 1812 en í kjölfarið á lagabreytingu er varðaði kjördæmaskipan í Massachusettsfylki þótti breytingin einkum henta flokki sitjandi ríkisstjóra, Elbridge Gerry. Auk þess þótti eitt kjördæmið líkjast salamöndru og nýttu andstæðingar Gerry's það til að hæða ríkisstjórann og til þess að draga réttmæti breytinganna í efa í huga kjósenda. Gagnrýnin hlaut byr undir báða vængi því í kjölfarið á þessum kosningum hélt flokkur Gerry sæti sínu í öldungadeild alríkisstjórnar Bandaríkjanna þrátt fyrir tap flokksins á Massachusetts-þingi jafnt og ríkisstjórasæti Elbridge Gerry.[1][2]

Kjördæmahagræðing leitast til að tryggja að úrslit kosninga fari á ákveðin veg, það er að segja ákveðnum flokki í hag. Misræmi milli hvaða flokkur hlýtur meirihluta atkvæða og hvaða flokkur sigrar kosningar má oft skýra með kjördæmahagræðingu. Að auki hefur aðgerðin verið notuð til þess að jaðarsetja ákveðna þjóðfélagshópa innan fylkisins eins og hópa byggða á kynþætti, trúarbrögðum, stétt, tungumálanotkun sem dæmi. Kjördæmahagræðin er oftast sitjandi flokki í hag[3], og/eða stjórnmálaflokkinum sem stjórnmálamaðurinn tilheyrir. Þar sem einmenningskjördæmi og tveggja flokka kerfi ríkir innan stjórnmálakerfi bandaríkjanna hefur kjördæmahagræðing þar oft verið beitt.

Stjórmálafræðarnir Norman Ornstein og Thomas Mann benda á nokkur dæmi í bandarísku miðkjörtímabilskosningunum árið 2002 þar sem sitjandi flokkar nutu góðs af kjördæmahagræðingu og héldu sætum sínum, minnihlutinn náði aðeins að fella þingmenn fjögurra ríkja - sem var markaði sögulegt lágmark.[4]

Löggjafavaldið í ýmsum ríkjum bandaríkjanna hefur kjördæmahagrætt sýslum eftir kynþætti íbúanna, bæði til þess að auka og minnka þáttöku og vægi atkvæða minnihlutahópa, í innan- og alríkisstjórnmálum. Í Ohio náðist á upptöku samtal milli repúblikana sem gengdu embættum í því ríki, þar sem þeir ræddu um yfirstandandi kjördæmahagræðingu á þann veg að verið væri að hjálpa repúblikönum. Að auki vóg kynþáttur fólksins í kjördæmunum þungt í ákvarðanaferli mannanna, þar sem svartir Ohiobúar voru líklegri til þess að kjósa demókrata. Repúblikanar færðu til kjördæmalínur þannig að 13.000 svartir Ohiobúar voru ekki lengur innan kjördæmis Jim Raussen, stjórnmálamanni sem var í framboði til fulltrúadeildar bandaríkjaþingsins, þar með var sigur Jim Raussen líklegri en fyrir breytingarnar.[5]

  1. Griffith, Elmer (1907). The Rise and Development of the Gerrymander. Chicago: Scott, Foresman and Co. bls. 72–73. OCLC 45790508.
  2. Martis, Kenneth C. (2008). „The Original Gerrymander“. Political Geography. 27 (4): 833–839. doi:10.1016/j.polgeo.2008.09.003.
  3. Michel Balinski, "Fair Majority Voting (or How to Eliminate Gerrymandering)" Amer. Math. Monthly 115 2 (2008): 97. "Incumbent candidates, in tailored districts, are almost certain of reelection (over 98% in 2002, over 94% in 2006)".
  4. „Iowa's Redistricting Process: An Example of the Right Way to Draw Legislative“. Centrists.Org. 22. júlí 2004. Afrit af upprunalegu geymt þann 7 nóvember 2009. Sótt 9. nóvember 2014.
  5. „Race redrew district, tape says“. Cincinatti. Enquirer Columbus Bureau. 30. apríl 2002.