Kirsty MacColl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kirsty MacColl

Kirsty Anna MacColl (10. október 195918. desember 2000) var ensk söngkona og lagahöfundur, dóttir þjóðlagasöngvarans Ewan MacColl og Jean Newlove. Hún er einna þekktust fyrir lagið „They Don't Know“ sem varð alþjóðlegur smellur í flutningi Tracey Ullman árið 1983 og fyrir að syngja kvenröddina í „Fairytale of New York“ í flutningi The Pogues. Hún söng inn á mikið af hljómplötum sem eiginmaður hennar, Steve Lillywhite, framleiddi með hljómsveitum á borð við The Smiths, Simple Minds og Talking Heads. Hún lést við köfun í Mexíkó þegar bátur sigldi á hana.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.