Listi yfir hátíðardaga íslensku þjóðkirkjunnar
Útlit
(Endurbeint frá Kirkjuár)
Listi yfir hátíðardaga Íslensku Þjóðkirkjunnar, það er þeir dagar sem marka kirkjuár hennar.
Kirkjuárið
[breyta | breyta frumkóða]Kirkjuárið hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu, öðru nafni jólaföstu, sem getur verið frá 27. nóvember til 3. desember. Fer það eftir því hve margir sunnudagar líða til Jóla, en aðventan inniheldur alltaf fjóra sunnudaga. Á einu kirkjuári er farið í gegnum líf og starf Jesú Krists á afar skipulegan hátt í guðsþjónustum.
Kirkjuárið skiptist í tvö misseri. Hátíðamisserið svokallaða byrjar með aðventunni og lýkur með þrenningarhátíð (trinitatis). Hátíðalausa misserið byrjar viku síðar. Sunnudagar þess tímabils geta flestir orðið 27.