Kings Canyon-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kings Canyon National Park)
Staðsetning þjóðgarðsins.
Nákvæmara kort.
Kings Canyon.
General Grant.
Landslag.

Kings Canyon-þjóðgarðurinn (enska: Kings Canyon National Park) er þjóðgarður í Kaliforníu. Hann er í suður-Sierra Nevada-fjöllum og er tæpir 1900 ferkílómetrar að stærð. Evrópskir landnemar fóru fyrst um svæðið á miðri 19. öld. Maður að nafni John Muir vakti athygli á fegurð svæðisins og síðar kom það inn á borð yfirvalda. Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1940 til að vernda skógarlundi risarauðviðar. Áður var verndað svæði innan núverandi þjóðgarðs sem hét General Grant National Park en hann var stofnaður til að vernda stærsta tré í heimi; General Grant.

Gljúfrið Kings Canyon, hvers landsvæði þykir svipa til Yosemitedal með sína graníttinda og er eitt dýpsta gljúfur Bandaríkjanna og nær 2500 metra dýpt. Austur af gljúfrinu eru Sierra Crest-tindarnir og ná þeir hæsta punkti þjóðgarðsins í North Palisade eða 4343 metra hæð. Minna er um stærri spendýr á þessu svæði en talsvert af nagdýrategundum og fuglum. Tjaldsvæði innan garðsins eru í rúmum 2000 metra hæð. Sequoia National Park sem er aðalvaxtarsvæði risarauðviðartrjáa á landamæri að Kings Canyon-þjóðgarðinum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Kings Canyon National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. des. 2016.