Khalid Sheikh Mohammed

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Khalid Sheikh Mohammed (arabíska: خالد شيخ محمد; f. 1. mars 1964 eða 14. apríl 1965) er fangi Bandaríkjanna vegna gruns um aðild að hryðjuverkunum 11. september 2001. Hann var ákærður 11. febrúar 2008 fyrir stríðsglæpi og fjöldamorð. Hann var meðlimur í íslömsku hryðjuverkasamtökunum Al-Kaída og er í skýrslu 11. september-nefndarinnar sagður vera „aðalskipuleggjandi árásanna 11. september“.

Hann var handtekinn í Rawalpindi í Pakistan 1. mars 2003. Áætlað er að réttarhöld yfir honum hefjist árið 2021.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Margrét Helga Erlingsdóttir (30. ágúst 2019). „Krefjast dauðadóms yfir Al Qaeda-liðum í réttarhöldum sem hefjast 2021“. Vísir. Sótt 31. ágúst 2019.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.