Fara í innihald

Keynesísk hagfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Keynesismi, einnig þekkt sem keynesísk hagfræði, er hagfræðikenning sem sett var fram af hagfræðingnum John Maynard Keynes en þaðan kemur nafn hennar. Keynes setur fram þessar kenningar í bók sem hann skrifaði árið 1936 sem ber nafnið General Theory of Employment, Interest and Money. Eftir útgáfu bókarinnar réðu Keynesískar hagfræðikenningar ríkjum þegar það kemur að þjóðhagfræði um miðja 20. öld á eftirstríðsárum seinni heimsstyrjaldarinnar og var ríkjandi nálgun vestrænna ríkisstjórna fram á áttunda áratuginn.

Megin atriði kenninganna og líkananna snertir á hlutverki ríkisvalds í efnahagsstjórnun. Kenningin sýnir fram á að hvernig hægt er að hafa áhrif á efnahagsstefnu til að endurvekja eftirspurn og stuðla að neyslu. Samkvæmt Keynes hefur heildarneysla í hagkerfinu þau mestu áhrif á framleiðslu, atvinnu og verðbólgu. Keynesismi er eftirspurnarkenning sem einbeitir sér á breytingar í hagkerfinu til skamms tíma og sýnir að inngrip ríkisvalda kemur hagkerfinu í jafnvægi. Keynisian hagfræðingar trúa því að þegar eftirspurn er lág verður efnahagsleg lægð en þegar eftirspurn er mikil verður verðbólga. Þeir halda því fram að hægt sé að draga úr slíkum hagsveiflum með inngripi stjórnvalda og seðlabanka.

Helstu einkenni keynesísku hagfræðinnar er mikilvægi þess að örva eftirspurn en gera það með því að fjárfesta þá peninga í fjármagn fyrir fyrirtæki sem síðan fjárfesta peningum í aðra og búa þannig óbeint til atvinnu og eftirspurn. Fyrir Keynes er helsta hætta í landi atvinnuleysi, það dregur úr framleiðslu og peningaflæði til skamms tíma hægist og kemur í veg fyrir að hagkerfið hreyfist. Mikilvægt er að ríkisfjármálastefnan sem framkvæmd er kemur hagkerfinu á jafnvægi og stjórnar því á sama tíma.

Þó að flestir hagfræðingar halda því fram að hægt sé að endurheimta fullt atvinnustig ef launastig lækkar, halda Keynesian hagfræðingar að fyrirtæki ráða ekki starfsmenn til að framleiða vöru sem ekki er hægt að selja en þeir telja að atvinnuleysi stafi að lágri eftirspurn eftir vöru og þjónustu. Keynesismi er talin vera "eftirspurnar kenning" í hagfræði og einbeitir sér að skammtíma hagsveiflur. [1][2]

Saga keynesískar hagfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Keynesísk hagfræði þróaðist á tíma Kreppunar miklu sem varð eftir að hlutabréfaverð féll harkalega í Bandaríkjunum árið 1929. Frá hugmyndum Keynes setti hann fram keynesísku kenninguna í bók hans General Theory (1936) til þess að reyna skilja Kreppuna miklu. Kenning Kyenes var sú fyrsta sem sýndi almennilega fram á áhrifum inngripi stjórnvalda á hagkerfið og að útgöld stjórnvalda og lægri skattar geta örvað eftirspurn og togað heiminn úr Krepunni miklu.

Nýklassísk keynesísk hagfræði naut mikillar vinsældar og réð yfir þjóðhagfræði kenningum á eftirstríðsárunum. Lengi var talið þetta tímabil kenyesískrar hagfræðar talin vera byltingkennt í hagfræði. Keynesian kerfið var vægast sagt áhrifamikið og var talið vera stefna flest allra vestræna ríkja á eftirstríðsárunum. Hagfræðingar urðu flest allir "keynesískir" eftir útgáfu General Theory (1936) og eru þeir helstu ásamt Keynes, Michal Kalecki (1899 - 1970), Roy Harrod (1900 - 1978), Joan Robinson (1903 - 1983) og Nicholas Kaldor (1908 - 1986) en eru þetta helstu brautryðjendur Keynesískrar hagfræðar eftir seinni heimsstyrjaldarinnar (1945). [3]

Hagfræðilíkön

[breyta | breyta frumkóða]

Nýklassísk keynesísk hagfræðilíkön voru samsett af hópi keynesíska hagfræðinga á eftirstríðsárunum. Það umfangsmesta af þeim líkönum var IS-LM líkanið, fyrst sýnt fram af hagfræðingnum John Hicks. Líkanið sýndi fram á og ýtti undir hugmyndir Keynes í bók hans, General Theory. Seinna á eftirstríðsárunum bættu nýklassískir keynesískir hagfræðingar við alræmdu Philips kúrvunni í hóp líkanna þeirra en þeir töldu að líkanið gæti útskyrt verðbólgu í nýmyndun þeirra af keynesískri hagfræði.

Markmið hagfræðinganna var að setja fram og útskýra nýklassísk keynesísk hagfræðisambönd. Til að mynda var neyslufallið gert formlegt af vanda nytjahámörkunar af Franco Modigliani og Richard Brumberg, fjárfestingarfallið á rætur að rekja til hagnaðarhámörkun, sett fram af Dale W. Jorgensen og peningaeftirspurnarfallið var sett fram frá nytjahámörkun af William Baumol og James Tobin.[4]

Gullöld eftirstríðsáranna

[breyta | breyta frumkóða]

Keynesian hagfræðingar halda því fram að efnahagslega gullöldin á eftirstríðsárunum stafaði af upptöku keynesískrar stefnu í efnahagskerfinu beint eftir seinni heimsstyrjöldina árið 1945. Hagvöxturinn sem Evrópa og Bandaríkin nutu var þá af beinum áhrifum keynískra hagfræðakenninga. Með meiri fjárfestingu ríkisins til að örva eftirspurn og stuðla að neyslu hækkar atvinnustigið.

Vestræn ríki fjárfestu mikið í efla aðfanga ríkjanna beint eftir seinni heimsstyrjöldina (1945) og þá sérstaklega í endurbyggingu borga eftir tortímingu seinni heimsstyrjaldarinnar. Einnig er merkt að minnast á byggingu vegakerfisins í Bandaríkjunum árið 1956 sem ber nafnið “Interstate Highway System”. Þetta var eitt af mestu afrekum þáverandi forseta, Dwight D. Eisenhower sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 1953 - 1961. Bandaríska vegakerfið er eitt af þeirra stærstu aðföngum. Á tímanum var þó tilgangur vegakerfisins sá að gera íbúum kleift að getað flúið stórborga auðveldlega ef það skyldi koma árás en á þessum tíma var kalda stríðið yfirvofandi.

Það sem einnig er talið hafa ýtt undir hagvöxt eftirstríðsáranna er kenningin um að eftir seinni heimsstyrjöldina varð svokallað varanlegt stríðs hagkerfi. Vestræn ríki myndu enn eyða miklum pening í fjármuni sem renna til hernaðarmála. Þessi kenning gefur til kynna að þessi mikla fjárnotkun myndi koma hagkerfinu í jafnvægi. Þetta hefur einnig verið kallað “Hernaðar keynesismi”. Kenningin hélt því fram að Bandaríkin myndu halda áfram eðli stríðshagkerfis og þrátt fyrir að friður ríkti og að hernaðarútgjöld myndu ekki lækka mikið. Þetta myndi leiða til lægra hlutfall atvinnulausra í samanburði við fjórða áratug 20. Aldar. Það sem einnig ýtir undir þessa kenningu er að þeir sem gegnuðu herþjónustu fengu eftirlaun frá ríkinu til þess að eyða í neyslu.

Áhrif keynesiskrar hagfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Eins og nefnt var hér áður fyrr voru áhrif keynesískrar hagfræðar afar mikil. Þessar kenningar Keynes náðu að koma jafnvægi á hagkerfið eftir seinni heimsstyrjöldina. Það sem fráskilur Keynes frá öðrum hagfræðingum er trú hans á aðgerðarstefnu til að draga úr umfangi hagsveifla sem keynesískir hagfræðingar telja vera meðal þeirra mikilvægustu efnahagsvandamála. Keynes hélt því fram að hið opinbera ætti að leysa vandamál hagkerfisins til skemmri tíma litið í stað þess að að leyfa markaðnum að ná sér til lengri tíma en hann segir í bók sinni A Tract on Monetary Reform (1923), „Til lengri tíma, erum við öll dauð“.

Af því að heildareftirspurn er aðalatriði keynesískrar hagfræði eru jákvæð áhrif hennar bættir innviðir og aukið atvinnustig. Þessir tveir þættir eru lækka verðbólgu, hækka kaupmátt og skapa meiri skatttekjur fyrir hið opinbera. Annað jákvætt er að neytendur geta séð árangurinn út frá fjárfestingu ríkis í innviðum sem skapar aukið sjálfstraust neytenda.[5]

Hvort hagvöxtur gullaldar eftirstríðsáranna sem ríkti yfir um miðja 20. öld sé að beinum áhrifum keynesískar hagfræðar er þó deilt mál. Frjálshyggjuhagfræðingar vilja meina að það hafi verið frelsi einstaklingsins og frjáls verslun sem kom markaðinum á jafnvægi og leggja þeir áherslu á takmörkuðu afskipti ríkisins.

Sagnfræðingurinn Burton Folsom, fæddur árið 1947, taldi að Keyneísk plön fyrir eftirstríðsárin í Bandaríkjunum voru afnumin strax eftir dauða þáverandi forseta Bandaríkjanna, Franklins D. Roosevelt, árið 1945 fyrir stríðslok seinna á árinu. Þetta setur Folsom fram í bók hans FDR goes to war (2011). Eftir dauða Roosevelt vildi Folsom meina að Bandaríska ríkið hafi hætt við flest allar keynesískar aðgerðir og fariðí að stöðva verðlagseftirlit og lækkað skatta. Folsom færði rök fyrir því að út frá þessum frjálshyggjustefnum hafi hagkerfið náð jafnvægi og búið til nánast fullt atvinnustig.[6]

  1. Alan S. Milward. „Keynes, Keynesianism, and the International Economy“ (PDF). The British Academy.
  2. „Keynesian economics“, Wikipedia (enska), 4. október 2022, sótt 10. október 2022
  3. „Post-Keynesian economics“.
  4. „The Neo-Keynesians“.
  5. „What is Keynesian Economics?“.
  6. „Post-World War II economic expansion“.