Kevin Kurányi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kevin Kurányi fæddur 2. mars árið 1982 í Rio de Janeiro í Brasilíu er þýskur fyrrverandi knattspyrnumaður. Hann flutti sem táningur til þýskalands. Faðir hans frá Þýskalandi og móðir frá Panama. Sem leikmaður spilaði lengst af ferlinum fyrir VfB Stuttgart og Schalke 04 eða í alls 9 ár, einnig með Dynamo Moskvu og TSG 1899 Hoffenheim. Hann lék alls 52 landsleiki fyrir Þýskaland og skoraði 19 mörk.


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]