Ketill hörðski Þorsteinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ketill hörðski Þorsteinsson var landnámsmaður í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann var sonur Þorsteins höfða, hersis á Hörðalandi. Eyvindur bróðir hans ákvað að fara til Íslands eftir að faðir þeirra lést og bað Ketill hann þá að nema land fyrir sig líka ef hann skyldi ákveða að fara til Íslands síðar.

Eyvindur nam land í Reykjadal eftir að hafa rekið Náttfara á brott og sendi svo bróður sínum orðsendingu um landnámið. Ketill kom þá til Íslands og settist að á Einarsstöðum í Reykjadal en Eyvindur bjó á Helgastöðum. Sonur Ketils var Konáll, faðir Einars sem bjó á Einarsstöðum og bærinn er kenndur við.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók. Af Snerpu.is“.