„Aðalheiður Hólm Spans“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Kvk saga (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Aðalheiður Pálína Sigurgarðsdóttir Hólm Spans''' (Heiða Hólm), fædd [[20. september]] [[1915]], var fyrsti formaður starfsstúlknafélagsins Sóknar. Hún gegndi því starfi frá stofnun félagsins, árið [[1934]], og fram á miðjan fimmta áratuginn. Aðalheiði var veitt [[Hin íslenska fálkaorða]], árið [[1991]], fyrir störf sín í þágu íslenskra verkakvenna fyrir og eftir seinni heimsstyrjöld og aðstoð við Íslendinga í Hollandi.<ref>Morgunblaðið, bls. 26, Rvk 5. sept 2005.</ref> Minningar hennar voru skráðar af Þorvaldi Kristinssyni í bókinni ''Veistu, ef vin þú átt'', sem kom út 1994.
'''Aðalheiður Pálína Sigurgarðsdóttir Hólm Spans''' (Heiða Hólm),(f. [[20. september]] [[1915]], d. [[27. ágúst]] [[2005]]) var fyrsti formaður starfsstúlknafélagsins Sóknar. Hún gegndi því starfi frá stofnun félagsins, árið [[1934]], og fram á miðjan fimmta áratuginn. Aðalheiði var veitt [[Hin íslenska fálkaorða]], árið [[1991]], fyrir störf sín í þágu íslenskra verkakvenna fyrir og eftir seinni heimsstyrjöld og aðstoð við Íslendinga í Hollandi.<ref>Morgunblaðið, bls. 26, Rvk 5. sept 2005.</ref> Minningar hennar voru skráðar af Þorvaldi Kristinssyni í bókinni ''Veistu, ef vin þú átt'', sem kom út 1994.


==Æviágrip==
==Æviágrip==

Útgáfa síðunnar 25. nóvember 2020 kl. 18:11

Aðalheiður Pálína Sigurgarðsdóttir Hólm Spans (Heiða Hólm),(f. 20. september 1915, d. 27. ágúst 2005) var fyrsti formaður starfsstúlknafélagsins Sóknar. Hún gegndi því starfi frá stofnun félagsins, árið 1934, og fram á miðjan fimmta áratuginn. Aðalheiði var veitt Hin íslenska fálkaorða, árið 1991, fyrir störf sín í þágu íslenskra verkakvenna fyrir og eftir seinni heimsstyrjöld og aðstoð við Íslendinga í Hollandi.[1] Minningar hennar voru skráðar af Þorvaldi Kristinssyni í bókinni Veistu, ef vin þú átt, sem kom út 1994.

Æviágrip

Aðalheiður fæddist á Eysteinseyri við Tálknafjörð, dóttir Sigurgarðs Sturlusonar og Viktoríu Bjarnadóttur.

Átján ára gömul réði Aðalheiður sig sem gangastúlku á Landspítalann í Reykjavík og þar fór hún fljótlega að blanda sér í ýmis réttindamál. Sumarið 1934 stofnuðu 26 stúlkur frá Landspítalanum, Vífilstöðum, Laugarnessspítala og Kleppi, Starfsstúlknafélagið Sókn. Rétt til inngöngu í félagið höfðu „allar þær stúlkur er vinna við matreiðslu, þvotta, hreingerningar og saumastörf” en einnig átti að reyna að ná vistráðnum stúlkum inn í félagið.[2] Aðalheiður var kjörin fyrsti formaður Sóknar, þá tæplega 19 ára gömul, og sinnti því starfi í rúman áratug, eða fram yfir lok seinni heimsstyrjaldar. Meðal fyrstu verka hennar var að leiða Sókn í kjarasamningum starfsstúlkna við ríkisspítalana, þeim fyrstu sinnar tegundar, og voru þeir undirritaðir 2. nóvember 1935. Í þeim var m.a. afmörkuð lengd vinnudags stúlknanna, samið um greiðslur fyrir yfirvinnu og kveðið á um veikindaréttindi - sem var algjör nýlunda á þessum tíma og mikið afrek hjá Aðalheiði og Sóknarkonum.[3]

Aðalheiður Hólm hafði sterk tengsl inn í Kommúnistaflokk Íslands, þótt sjálf stæði hún utan flokka sem formaður Sóknar allt þar til hún gerðist stofnfélagi í Sósíalistaflokknum árið 1938.

Aðalheiður giftist Wugbold Spans loftskeytamanni og seinna upplýsingafulltrúa við Háskólasjúkrahúsið í Utrecht í Hollandi, árið 1944. Varð þeim þriggja barna auðið og bjó fjölskyldan í Hollandi frá 1946. Aðalheiður lést í Utrecht í Hollandi 27. ágúst 2005.

Tilvísanir

  1. Morgunblaðið, bls. 26, Rvk 5. sept 2005.
  2. Starfsstúlknafélagið Sókn 40 ára, 1934-1974, bls. 33. Rvk 1974.
  3. Starfsstúlknafélagið Sókn 40 ára, 1934-1974, bls. 34-35. Rvk 1974.