„Lón (Austur-Skaftafellssýslu)“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Vesteinn (spjall | framlög)
Ný síða: '''Lón''' er sveit við samnefndan flóa á suðaustanverðu Íslandi. Í suðvestri markast sveitin af Vestrahorni en í norðaustri af Eystrahorni. I flóanum eru tveir min...
 
Vesteinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 8: Lína 8:


Mikaels frá messudegi
Mikaels frá messudegi

miðrar góu til
miðrar góu til

í Syðra Firði sólin eigi
í Syðra Firði sólin eigi

sést það tímabil.
sést það tímabil.


Lína 15: Lína 18:


Lengi að þreyja í þessum skugga
Lengi að þreyja í þessum skugga

þykir mörgum hart.
þykir mörgum hart.

Samt er á mínum sálarglugga
Samt er á mínum sálarglugga

sæmilega bjart.
sæmilega bjart.



Útgáfa síðunnar 8. júní 2020 kl. 01:42

Lón er sveit við samnefndan flóa á suðaustanverðu Íslandi. Í suðvestri markast sveitin af Vestrahorni en í norðaustri af Eystrahorni. I flóanum eru tveir minni firðir sem heitra Papafjörður og Lónsfjörður. Papafjörður er fær litlum skipum, og við hann er Papós þar sem var rekin verslun á ofanverðri 19. öld. Þar fyrir sunnan eru Papatættur, sem sagðar eru vera leifar keltneskrar byggðar.

Þórisdalur, Lónsöræfi og önnur víðerni

Upp af sveitinni gengur Þórisdalur, þar bjó Þórður Þorkelsson Vídalín (1661 – 1742), frægur lærdómsmaður. Um Þórisdal rennur Jökulsá, frá jöklum til hafs, ósinn í víkinni milli fjarðanna tveggja. Fyrir ofan dalinn og umhverfis hann eru mikil víðerni, dalir, fjöll og jöklar, meðal annars Lónsöræfi, vinsæll meðal ferðamanna.

Forsæla

Bærinn Syðri-Fjörður í Lóni stendur beint norður undir háum og bröttum hlíðum Vestrahorns, sem skyggja á sólina svo stóran hluta vetrar að bærinn er sagður vera eitt þriggja bæjarstæða á landinu þar sem sólar nýtur minnst (ásamt Baugaseli í Barkárdal og Birkihlíð í Súgandafirði). Um þennan bæ orti einhver:

Mikaels frá messudegi

miðrar góu til

í Syðra Firði sólin eigi

sést það tímabil.

Eiríkur Guðmundsson, sem var bóndi á Syðri-Firði snemma á 20. öld, orti um bæinn sinn:

Lengi að þreyja í þessum skugga

þykir mörgum hart.

Samt er á mínum sálarglugga

sæmilega bjart.