Munur á milli breytinga „Ari Jónsson lögmaður“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: '''Ari Jónsson''' (um 1508 - 7. nóvember 1550) var lögmaður á 16. öld og bjó á Möðrufelli í Eyjafirði. Hann var sonur [[Jón Arason|...)
 
'''Ari Jónsson''' (um [[1508]] - [[7. nóvember]] [[1550]]) var [[lögmaður]] á [[16. öld]] og bjó á [[Möðrufell]]i í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]]. Hann var sonur [[Jón Arason|Jóns Arasonar]] biskups og [[Helga Sigurðardóttir (f. 1585)|Helgu Sigurðardóttur]] fylgikonu hans og var hálshöggvinn ásamt föður sínum og bróður.
 
Sagt er að Ari hafi verið fyrir bræðrum sínum að skörungsskap, greindur og vel lærður, örlátur og vinsæll en harður í horn að taka, stórlyndur og skapmikill. Faðir hans hafði mætur á honum og sagt er að öllum óvildarmönnum hans hafi líkað vel við hann en illa við [[Björn Jónsson á Melstað|Björn]] bróður hans. Ari er fyrst nefndur við dómarastörf [[1528]] og hefur þá líklega verið orðinn tvítugur en samkvæmt ákvæðum [[Jónsbók]]ar þurftu menn að hafa náð þeim aldri til að mega sitja í dómi. Ári síðar var hann kjörinn lögmaður að undirlagi föður síns en þó ekki mótstöðulaust, vegna þess hve ungur hann var. Ari gegndi svo lögmannsstörfum næstu tvo áratugi og studdi föður sinn með ráðum og dáð. Þó er sagt að hann hafi latt föður sinn til stórræða en Björn hafi aftur á móti hvatt hann.

Leiðsagnarval