„Guðmundur góði Arason“: Munur á milli breytinga

Jump to navigation Jump to search
Bætti við textann
(Bætti við textann)
[[Mynd:BishopGudmundurArason.jpg|thumb|Guðmundur góði]]
[[Mynd:Guðmundur Arason.jpg|thumb|Stytta af Guðmundi Arasyni á Hólum]]
'''Guðmundur Arason hinn góði''' fæddist á [[Grjótá í Hörgárdal]] [[1161]] en lést á [[Hólar|Hólum]] í Hjaltadal 1237. Hann tók [[biskupsvígsla|biskupsvígslu]] í [[Niðarósdómkirkja|Niðarósdómkirkju]] í [[Noregur|Noregi]] [[1203]] og var starfandi biskup á [[Hólum]] ([[1203]] - [[1237]]). Hann fékk fljótt orð á sig fyrir góðmennsku og þótti hafa til að bera mikla mildi og mýkt. Hann hlaut því viðurnefnið „góði“ sem merkir [[helgur maður]] og töldu sumir að í nálægð hans gætu gerst [[kraftaverk]].
 
== Saga Guðmundar==
==Afdrif Guðmundar==
Guðmundur var orðin hálfblindur og gamall maður þegar hann hætti loks að flakka um landið og fékk frið heima á [[Hólar|Hólum]]. Hann lést árið 1237.
 
Fljótlega eftir andlát hans var hafist handa við að skrifa sögu hans en söguritarinn virðist hafa fallið frá í miðjum klíðum því ritið endar fyrirvaralaust þar sem Guðmundur er á leið til biskupsvígslu í Noregi. Þetta er hin svokallaða [[Prestssaga Guðmundar Arasonar]], sem er engu að síður mikilvæg sagnfræðiheimild, og er bæði notuð í [[Sturlunga|Sturlungu]] og í sögum Guðmundar biskups góða. Guðmundur góði kemur enn fremur fyrir í [[Íslendingabók]] Sturlu Þórðarsonar, Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar, Arons þætti og víðar. Um og upp úr 1320 voru síðan ritaðar sérstakar ævisögur biskups sem prentaðar eru í Biskupasögum. Þær eru að miklu leyti byggðar á fyrrgreindum heimildum en mörgum kraftaverkasögum bætt við.
 
== Heimildir ==
Óskráður notandi

Leiðsagnarval