„XXX Rottweilerhundar“: Munur á milli breytinga
m Tók aftur breytingu frá 37.111.247.61 (spjall), til baka í síðustu útgáfu frá Apakall Merki: Afturköllun |
Ekkert breytingarágrip Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting Farsímabreyting Breyting frá farsímavef |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
{{heimildir}} |
{{heimildir}} |
||
'''XXX Rottweilerhundar''' er íslensk rapp[[hljómsveit]]. Hún var stofnuð fyir hina árlegu keppni [[Músíktilraunir]] árið 2000. Þessi verðlaun eru mikil viðurkenning fyrir unga tónlistamenn enda fá sigurvegarar músiktilrauna stúdiótíma með frægum upptökumönnum og fá að fullgera demo af einum geisladiski. XXX Rottweilerhundar unnu [[músíktilraunir]] árið 2000 og slógu í geng í framhaldinu. Meðlimir hljómsveitarinnar komu nær allir úr Árbæjarhverfi og þess vegna kölluðu þeir sig upphaflega 110 Rottweilerhunda sem vísaði í hverfið og póstfangið þar. Seinna ákváðu þeir að nefna hljómsveitina, XXX Rottweilerhundar. Hljómsveitarmeðlimir voru [[Erpur Eyvindarson]] (Blaz Roca), [[Ágúst Bent Sigurbertsson|Ágúst Bent]] (Bent), Þorsteinn Lár Ragnarson (Stinni), og Lúðvík Páll Lúðvíksson (Lúlli). |
'''[[30|XXX]] Rottweilerhundar''' er íslensk rapp[[hljómsveit]]. Hún var stofnuð fyir hina árlegu keppni [[Músíktilraunir]] árið 2000. Þessi verðlaun eru mikil viðurkenning fyrir unga tónlistamenn enda fá sigurvegarar músiktilrauna stúdiótíma með frægum upptökumönnum og fá að fullgera demo af einum geisladiski. XXX Rottweilerhundar unnu [[músíktilraunir]] árið 2000 og slógu í geng í framhaldinu. Meðlimir hljómsveitarinnar komu nær allir úr Árbæjarhverfi og þess vegna kölluðu þeir sig upphaflega 110 Rottweilerhunda sem vísaði í hverfið og póstfangið þar. Seinna ákváðu þeir að nefna hljómsveitina, XXX Rottweilerhundar. Hljómsveitarmeðlimir voru [[Erpur Eyvindarson]] (Blaz Roca), [[Ágúst Bent Sigurbertsson|Ágúst Bent]] (Bent), Þorsteinn Lár Ragnarson (Stinni), og Lúðvík Páll Lúðvíksson (Lúlli). |
||
Eftir sigur hljómsveitarinnar í Músiktilraunum var Erpur Eyvindarson mikið í sviðsljósinu, ekki eingöngu vegna frammistöðu sinnar í rappi því hann vakti líka mikla athygli vegna framsækinna skoðana í samfélagsmálum sem og í pólitík. Erpur stjórnaði vinsælum sjónvarpsþætti á sjónvarpsstöðinni [[SkjárEinn|Skjá Einum]] um tíma sem nefndist ''Íslensk kjötsúpa'' og þótti hann fara ótroðnar slóðir í efnisvali og eins lét nærri að banna þyrfti þættina vegna grófs málflutnings í þáttunum. Einna vinsælastur var Erpur í þáttunum sem karakterinn ''Johnny National'' þar sem hann setti marga viðmælendur út af laginu og gekk oft mjög langt í því að afhjúpa viðmælendur. |
Eftir sigur hljómsveitarinnar í Músiktilraunum var Erpur Eyvindarson mikið í sviðsljósinu, ekki eingöngu vegna frammistöðu sinnar í rappi því hann vakti líka mikla athygli vegna framsækinna skoðana í samfélagsmálum sem og í pólitík. Erpur stjórnaði vinsælum sjónvarpsþætti á sjónvarpsstöðinni [[SkjárEinn|Skjá Einum]] um tíma sem nefndist ''Íslensk kjötsúpa'' og þótti hann fara ótroðnar slóðir í efnisvali og eins lét nærri að banna þyrfti þættina vegna grófs málflutnings í þáttunum. Einna vinsælastur var Erpur í þáttunum sem karakterinn ''Johnny National'' þar sem hann setti marga viðmælendur út af laginu og gekk oft mjög langt í því að afhjúpa viðmælendur. |
Útgáfa síðunnar 3. júní 2024 kl. 02:35
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
XXX Rottweilerhundar er íslensk rapphljómsveit. Hún var stofnuð fyir hina árlegu keppni Músíktilraunir árið 2000. Þessi verðlaun eru mikil viðurkenning fyrir unga tónlistamenn enda fá sigurvegarar músiktilrauna stúdiótíma með frægum upptökumönnum og fá að fullgera demo af einum geisladiski. XXX Rottweilerhundar unnu músíktilraunir árið 2000 og slógu í geng í framhaldinu. Meðlimir hljómsveitarinnar komu nær allir úr Árbæjarhverfi og þess vegna kölluðu þeir sig upphaflega 110 Rottweilerhunda sem vísaði í hverfið og póstfangið þar. Seinna ákváðu þeir að nefna hljómsveitina, XXX Rottweilerhundar. Hljómsveitarmeðlimir voru Erpur Eyvindarson (Blaz Roca), Ágúst Bent (Bent), Þorsteinn Lár Ragnarson (Stinni), og Lúðvík Páll Lúðvíksson (Lúlli).
Eftir sigur hljómsveitarinnar í Músiktilraunum var Erpur Eyvindarson mikið í sviðsljósinu, ekki eingöngu vegna frammistöðu sinnar í rappi því hann vakti líka mikla athygli vegna framsækinna skoðana í samfélagsmálum sem og í pólitík. Erpur stjórnaði vinsælum sjónvarpsþætti á sjónvarpsstöðinni Skjá Einum um tíma sem nefndist Íslensk kjötsúpa og þótti hann fara ótroðnar slóðir í efnisvali og eins lét nærri að banna þyrfti þættina vegna grófs málflutnings í þáttunum. Einna vinsælastur var Erpur í þáttunum sem karakterinn Johnny National þar sem hann setti marga viðmælendur út af laginu og gekk oft mjög langt í því að afhjúpa viðmælendur.
Fyrsta plata XXX Rottweilerhunda kom ekki út fyrr en um jólin 2001 og hét hún XXX Rottweilerhundar, hún uppfyllti svo sannarlega væntingar útgáfufyrirtækisins Dennis og einnig þeirra sem voru viðstaddir á Músiktilraunum. Hún var fyrsta íslenska rapp-platan sem hafði verið gefin út. Hún vakti mikla athygli og seldist í 10.000 eintökum sem var ótrúlega góð sala á þessum tíma, enda var erfitt að hrífast ekki af rappinu þeirra þar sem strákarnir í Rottweiler voru kjaftforir og ferskir. Lagið Bent nálgast var spilað óspart hjá útvarpsstöðvum sem snertu ekki við óhefluðu málfari í textanum, með því komst tónlistin þeirra meira inn í meginstrauminn. Myndbandið við laginu þeirra 'Sönn íslensk sakamál var bannað í útsendingu í sjónvarpinu en hægt var að nálgast það á netinu, „Fólk var viðkvæmt fyrir tilvísunum í myndbandinu" Sagði Erpur Eyvindarson í viðtali við DV árið 2001.
Rapptónlistin blómstraði og nýjar rappgrúppur og rapparar spruttu upp og voru áberandi í tónlistarlífinu í framhaldinu. Það má líka segja að það hafi orðið sprenging hjá plötufyrirtækjunum á Íslandi árið 2002 þar sem um 13 rappplötur komu út, þar af þrjár hjá Eddu og þrjár hjá Castor & Pollox sem var útgáfufyrirtæki umboðsmanns Rottweilerhundanna. Plötufyrirtækin ofmátu markaðinn þar sem lítið seldist og margar rangar ákvarðanir voru teknar, til dæmis að gefa út plötu Bent & 7berg á sama tíma og önnur plata XXX Rottweilerhunda kom út.
Margir telja þó, að fyrstu rapplögin á íslensku hafið komið út á hljómplötu árið 1969, þegar plata með Guðmundi Jónssyni óperusöngvara var gefin úr. Á henni eru m.a. rapplögin Lax lax lax, Jón Tröll, Eyjólfur, Það er eins og gerst hafi í gær og fleiri. Þessi lög nutu gríðarlegra vinsælda á sínum tíma; sérstaklega þau fyrstnefndu.
Frægðin
Önnur plata XXX Rottweilerhunda fékk titilinn Þú skuldar og kom út árið 2002 en nafn plötunnar var beint skot á umboðsmann Rottweilerhundanna sem var ekki að standa sig í starfi sínu en eins og titill plötunnar gefur til kynna þá töldu hjómsveitarmeðlimir að hann skuldaði þeim laun fyrir tónleika. Sumarið 2002 var mjög gott hjá XXX Rottweilerhundum og má segja að þeir hafi tekið allt með stæl enda spiluðu þeir um allt land á hverju sveitaballinu á fætur öðru. Strákarnir fengu mikið af gefins vörum frá fyrirtækjum t.d. gaf Vífilfell þeim 100 kassa af bjór. Dóri DNA var með þeim í rútunni og segir hann frá því að „þeir urðu allir ógeðslega ríkir allt í einu”
Erjur við Árna Johnsen
XXX Rottweilerhundar voru að spila á þjóðhátíð árið 2001 á stóra sviðinu. Þegar að þeir byrja á síðasta laginu „Þér er ekki boðið“ þar sem þeir telja upp mörg fræg nöfn í byrjun lagsins þar á meðal Árna Johnsen. Árni stekkur upp á svið og segir tæknimönnunum að slökkva á þeim, uppi á sviði skiptast þeir á meiðyrðum en ekki kom til átaka. Árið eftir þetta atvik gefa XXX Rottweilerhundar út lagið „Brekkusöngur“ sem fjallar eingöngu um Árna Johnsen.[1]
Árið 2004 er hlutafélagið skráð í eigu Þorsteins Lárs Ragnarssonar (sem varð nokkrum árum síðar umboðsmaður XXX Rottweilerhunda), Lúðvíks Páls Lúðvíkssonar og Ágústs Bents Sigbertssonar.