Fara í innihald

„Stókastísk hryðjuverk“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lagaði snið heimilda og bætti við íslenskum dæmum
Ekkert breytingarágrip
Merki: Breyting tekin til baka
Lína 1: Lína 1:
{{Hlutleysi}}

'''Stókastísk hryðjuverk''' er notað til að lýsa því þegar stjórnmála- eða fjölmiðlafólk talar opinberlega um manneskju eða hóp á þann hátt að það hvetur stuðningsmenn eða fylgjendur þeirra til ofbeldis gegn hópnum. Ólíkt hvatningu til hryðjuverka er þetta gert með því að nota [[Hundaflautustjórnmál|óbeint, óljóst eða dulkóðað tungumál]] sem gerir talsmanni kleift að kasta af sér ábyrgð á ofbeldinu. Skoðanir á alþjóðlegri þróun benda til vaxandi ofbeldisfullrar orðræðu og pólitísks ofbeldis, skoðanir benda einnig til fjölgunnar á stókastískum hryðjuverkum.
'''Stókastísk hryðjuverk''' er notað til að lýsa því þegar stjórnmála- eða fjölmiðlafólk talar opinberlega um manneskju eða hóp á þann hátt að það hvetur stuðningsmenn eða fylgjendur þeirra til ofbeldis gegn hópnum. Ólíkt hvatningu til hryðjuverka er þetta gert með því að nota [[Hundaflautustjórnmál|óbeint, óljóst eða dulkóðað tungumál]] sem gerir talsmanni kleift að kasta af sér ábyrgð á ofbeldinu. Skoðanir á alþjóðlegri þróun benda til vaxandi ofbeldisfullrar orðræðu og pólitísks ofbeldis, skoðanir benda einnig til fjölgunnar á stókastískum hryðjuverkum.



Útgáfa síðunnar 1. nóvember 2023 kl. 16:58

Stókastísk hryðjuverk er notað til að lýsa því þegar stjórnmála- eða fjölmiðlafólk talar opinberlega um manneskju eða hóp á þann hátt að það hvetur stuðningsmenn eða fylgjendur þeirra til ofbeldis gegn hópnum. Ólíkt hvatningu til hryðjuverka er þetta gert með því að nota óbeint, óljóst eða dulkóðað tungumál sem gerir talsmanni kleift að kasta af sér ábyrgð á ofbeldinu. Skoðanir á alþjóðlegri þróun benda til vaxandi ofbeldisfullrar orðræðu og pólitísks ofbeldis, skoðanir benda einnig til fjölgunnar á stókastískum hryðjuverkum.

Orðsif og tengd hugtök

Stókastískt lýsir einhverju handahófskenndu, sem felur í sér tilviljanir eða líkindi.[1][2]

Hryðjuverk fela í sér ólöglega notkun ofbeldis eða ógnunarí þágu pólitískra, félagslegra eða hugmyndafræðilegra markmiða.[3]

Hugtakið Stókastísk hryðjuverk er þýðing á enska hugtakinu Stochastic Terrorism sem er sjálft dregið af enska læknisfræðihugtakinu Stochastic Harm. Stochastic Harm á við um handahófskenndar neikvæðar afleiðingar lækninga eða aðgera. Sem dæmi eru einhverjar líkur á því að geislameðferð gegn krabbameini geti valdið krabbameini.[4] Einnig hefur hugtakið Stochastic Harm verið notað um afleiðingar umhverfisvandamála [5][6] eða einstaka tegunda falsfrétta.[7]

Helstu einkenni

Stókastísk hryðjuverk eru fræðilegt hugtak sem hefur enga lagalega skilgreiningu. Hugtakið er greint frá öðrum tegundum hryðjuverka vegna óbeins, handahófskennds og opinbers eðli hryðjuverkana. [8]

  1. Orðræða: Opinber manneskja eða hópur dreifir ofbeldisfullri eða espandi orðræðu, í gegnum samfélagsmiðla eða fjölmiðla, orðræðunni er beint að afmörkuðu fólki eða afmörkuðum hópi fólks, stundum með því að stinga upp á lögleiðingu ofbeldis. [8]Þessi orðræða er oft á tíðum vernduð vegna notkunar á óljósum dulkóðuðum hugtökum, hundflautna, brandara, vísbendinga og frekari djúpgerð í orðræðunni. [9][10][8]Af öðrum þemum sem greind hafa verið mætti meðal annars nefna svart-hvítt siðferðis/frásögn[11]auk þess að mála óvin upp sem banvæna ógn, sem hefur verið líkt við aðferðir hryðjuverkahópa til að vekja róttækni. [12][13][14]Þessar árásir í formi orðræðu eru oft endurteknar og styrktar innan bergmálshelli.[15][16]
  2. Talsmenn: Venjulega er það talsmaðurinn, áhrifamikill pólitískur eða fjölmiðlafulltrúi, sem er kallaður "stókastikur hryðjuverkamaður" fyrir meinta óbeina sekt sína fyrir árásina. [17][16][8]Erfitt er að sannreyna að talsmaðurinn eða "stókastíski hryðjuverkamaðurinn" sé vísvitandi að beita þessum aðferðum til að hvetja til ofbeldis, áhrif orðræðunnar eru samt þau sömu. Talsmaðurinn nýtur vafans og afneitar tengslum við árásir sem gætu átt sér stað, þar sem orð þeirra voru ekki skýr hvatning til ofbeldis og vegna skorts á beinum skipulagslegum tengslum milli talsmanns og geranda. [18][8]Talsmaðurinn getur ekki verið ákærður fyrir þáttöku sína svo lengi sem orðræðan uppfyllir ekki lagalega skilgreiningu á hvatningu. Þetta er lykilatriði í aðgreiningu stókasískra hryðjuverka frá öðrum gerðum hryðjuverka. Í máli sem fór fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna árið 1969, Brandenburg v. Ohio var því haldið fram að ofbeldisfull, æsandi orðræða gæti ekki verið refsað nema það sé vísvitandi og líklegt að orðræðan leiði til ólögmæts athæfis. [9]Hins vegar varar Kurt Braddock við því að orðræða geti verið mjög hættuleg þó hún sé fullkomlega lögleg.[17]
  3. Innblástur: Einstaklingur eða hópur, án nokkurra tengsla við neina þekkta hryðjuverkahópa, heyrir eða les orðræðuna og finnur innblásturinn eða hvattninguna sem þurfti til að ýta þeim til ofbeldis gegn fórnarlambi orðræðunnar. Einstaklingurinn eða hópurinn trúir því að ofbeldið muni framfleita eða styðja við pólitískt eða hugmyndafræðilegt markmið.[9][19]
  4. Árás: Árásarmaður fremur hryðjuverk sem gæti falið í sér líkamlegt ofbeldi, ógnir eða aðrar aðgerðir sem ætlaðar eru til að skaða, vekja ótta eða ógna. [17]Fórnarlömbin ýmist lenda í eða óttast ofbeldi, lenda í áreiti á netinu eða fá morð hótanir. [20]
  5. Líkindi: Þótt ógerlegt sé að spá fyrir um einstaka ofbeldisverknað vegna óbeins orsakasambands orðræðunnar við ofbeldið, gerir orðræðan ógnir og hryðjuverk líklegri. Samt er hægt að skoða hryðjuverkin í samhengi tölfræðilega marktæks sambands við orðræðuna, þó einstaka árásir séu of handahófskenndar (Stókastískar) til að spá fyrir um.[21]

Uppruni hugtaksins

Árið 2002 var hugtakið fyrst notað af Gordon Woo,[22] þó að notkun hans hafi haft aðra merkingu og áherslu hugtakinu er gefið í dag.[23][8]

Fyrsta notkun hugtaksins eins og það er notað í dag er talin koma frá bloggaranum, G2geek, á Daily Kos miðlinum árið 2011, þegar hann skilgreinir það sem: "The use of mass communications to stir up random lone wolves to carry out violent or terrorist acts that are statistically predictable but individually unpredictable, with plausable deniability for those creating media messaging."[24][8][25]

Fyrir árið 2016 var "stókastísk hryðjuverk" talið "óljóst" fræðilegt hugtak. Í kosningabaráttu þann 9. ágúst 2016 sagði þáverandi frambjóðandi Donald Trump: "If [Hillary Clinton]" gets to pick her judges, nothing you can do, folks. Although the Second amendment people, maybe there is. I dont know." Þessi ummæli fengu mikil gagnrýni og voru fordæmd fyrir að hvetja til ofbeldis. Þeim var lýst af fjölmiðlum sem stókastískum hryðjuverkum og vinsældir hugtaksins jukust um mun. [26][27]

Dæmi á Íslandi

Nokkur dæmi um meðvituð eða ómeðvituð stókastísk hryðjuverk á Íslandi.

Heimildir

  1. „Definition of Stochastic“. Merriam-Webster (enska). 15. júlí 2023. Sótt 16. ágúst 2023.
  2. „stochastic“. Cambridge Advanced Learner's Dictionary. 16. ágúst 2023. Sótt 16. ágúst 2023.
  3. „Terrorism Definition & Meaning“. Dictionary.com (enska). Sótt 19. ágúst 2023.
  4. Caldas, L. R.; Tyrrell, Rex M.; Leitao, A. (1978). International Symposium on Current Topics in Radiobiology and Photobiology. Belguim: Universidade Federal do Rio de Janeiro.
  5. Billette de Villemeur, Etienne; Leroux, Justin (desember 2016). A Liability Approach to Climate Policy: A Thought Experiment (Report). University Library of Munich, Germany.
  6. Salbu, B. (1. nóvember 2000). „Source-related Characteristics of Radioactive Particles: A Review“. Radiation Protection Dosimetry. 92 (1): 49–54. doi:10.1093/oxfordjournals.rpd.a033283. ISSN 0144-8420.
  7. Khan, Shehroze, Wright, James Disinformation, (Juní 17, 2021) Stochastic Harm, and Costly Effort: A Principal-Agent Analysis of Regulating Social Media Platforms. 2106.09847v5 Snið:Cite arXiv
  8. 8,0 8,1 8,2 8,3 8,4 8,5 8,6 Amman, Molly; Meloy, J. Reid (2021). „Stochastic Terrorism: A Linguistic and Psychological Analysis“. Perspectives on Terrorism. 15 (5): 2–13. ISSN 2334-3745. JSTOR 27073433. Sótt 5. október 2023. Tilvísunar villa: Ógilt <ref> tag; nafnið "Linguistic" gefið nokkrum sinnum með mismunandi innihaldi
  9. 9,0 9,1 9,2 Amman, Molly; Meloy, Reid (október 2021). „Incitement to Violence and Stochastic Terrorism: Legal, Academic, and Practical Parameters for Researchers and Investigators“. Terrorism and Political Violence. Terrorism Research Initiative. 15 (5): 2–13. doi:10.1080/09546553.2022.2143352. ISSN 0954-6553 – gegnum JSTOR.
  10. Follman, Mark (17. desember 2020). „National security experts warn Trump 'is promoting terrorism' against Americans“. Mother Jones (bandarísk enska). Sótt 11. ágúst 2023.
  11. Snodgrass, Erin (8. nóvember 2022). „Stochastic terrorism appears to be on the rise globally. Extremism experts explain how this form of violence has gone mainstream“. Business Insider (bandarísk enska). Sótt 26. september 2023.
  12. Snodgrass, Erin (8. nóvember 2022). „Stochastic terrorism appears to be on the rise globally. Extremism experts explain how this form of violence has gone mainstream“. Business Insider (bandarísk enska). Sótt 26. september 2023.
  13. Ioanes, Ellen (5. nóvember 2022). „An atmosphere of violence: Stochastic terror in American politics“. Vox (enska). Sótt 28. september 2023.
  14. Nelson, Bryn (5. nóvember 2022). „Opinion: How Stochastic Terrorism Uses Disgust to Incite Violence“. Scientific American. Sótt 3. október 2023.
  15. DeVega, Chauncey (30. júní 2021). „Tucker Carlson prepares white nationalists for war: Don't ignore the power of his rhetoric“. Salon.com. Sótt 3. október 2023.
  16. 16,0 16,1 Bensinger, Ken; Frenkel, Sheera (5. október 2022). „After Mar-a-Lago Search, Talk of 'Civil War' Is Flaring Online“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 28. september 2023.
  17. 17,0 17,1 17,2 Keats, Jonathon (January 21.2019). „How Stochastic Terrorism Lets Bullies Operate in Plain Sight“. Wired. ISSN 1059-1028.
  18. Forno, Richard (7. nóvember 2022). „Political violence in America isn't going away anytime soon“. University of Maryland, Baltimore County. Sótt 3. október 2023.
  19. Hutterer, Michaela (2. júní 2023). „From Sparks To Fire“ (PDF). Max Planck Institute for the Study of Crime, Security and Law. Sótt 3. október 2023.
  20. Ben Mathis-Lilley (June 23, 2022) "The Poll Workers Targeted by Trump" Viðtal tekið af, Mary Harris Snið:Cite interview https://slate.com/transcripts/c09relNTZ3Fkem1rUGVVK1AyL0hnOTNTZGduaXh2MStneVMzVU9XK1JFUT0=
  21. „What Is 'Stochastic Terrorism,' And Why Is It Trending?“. Dictionary.com (bandarísk enska). 8. ágúst 2019. Sótt 19. ágúst 2023.
  22. Woo, Gordon (1. apríl 2002). „Quantitative Terrorism Risk Assessment“. The Journal of Risk Finance. 4 (1): 7–14. doi:10.1108/eb022949. ISSN 1526-5943. Sótt 5. október 2023.
  23. Woo, Gordon (1. apríl 2002). „Quantitative Terrorism Risk Assessment“. The Journal of Risk Finance. 4 (1): 7–14. doi:10.1108/eb022949. ISSN 1526-5943. Sótt 5. október 2023.
  24. G2geek (11. janúar 2011). „Stochastic Terrorism: Triggering the shooters“. Daily Kos (enska). Sótt 2. september 2023.
  25. Hamm, Mark S.; Spaaij, Ramón; Cottee, Simon (2017). The Age of Lone Wolf Terrorism. Studies in transgression. New York City: Columbia University Press. ISBN 978-0-231-54377-4.
  26. Crockett, Emily (10. ágúst 2016). „Trump's 2nd Amendment comment wasn't a joke. It was 'stochastic terrorism.' “. Vox.com. Sótt 4. október 2023.
  27. Cohen, David S. (9. ágúst 2016). „Trump's Assassination Dog Whistle Was Even Scarier Than You Think“. Rolling Stone.
  28. Þorgeir Helgason (22. ágúst 2017). „Hannes Hólmsteinn varar við innflytjendum sem „láta greipar sópa". Heimildin. Sótt 1. nóvember 2023.
  29. Bjarnar, Jakob (20. janúar 2023). „Segir mál­flutning Jóns í út­lendinga­málum sið­lausan - Vísir“. visir.is. Sótt 1. nóvember 2023.
  30. Davíð, Sigmundur (2. júlí 2022). „Hvað þýðir orðið kona?“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Sótt 1. nóvember 2023.
  31. Davíð, Sigmundur (12. október 2022). „Ófremdarástand í málefnum hælisleitenda“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Sótt 1. nóvember 2023.
  32. Friðriksson, Hjálmar (7. janúar 2023). „Edda Falak var skessan: Rasískur og andfemíniskur Þrettándi í Vestmannaeyjum: „Láta börn taka þátt" -“. Mannlíf.is. Sótt 1. nóvember 2023.