Fara í innihald

Kempur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kempa
A. campestris
A. campestris
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Kólfsveppir (Basidiomycota)
Undirfylking: Agaricomycotina
Flokkur: Agaricomycetes
Ættbálkur: Hattsveppir (Agaricales)
Ætt: Kampsveppaætt (Agaricaceae)
Ættkvísl: Agaricus
L.:Fr. emend Karst.
Einkennistegund
Agaricus campestris L.:Fr.
Tegundir

Listi yfir tegundir kampsveppa

Kempur sem áður hétu ætisveppir (fræðiheiti: Agaricus) eru stór ættkvísl hattsveppa. Ættkvíslin telur yfir 200 tegundir sem margar eru ætar en þar sem sumar eru eitraðar þótti rétt að kalla þessa sveppi eitthvað annað en ætisveppi og heita þeir því kempur. Ættkvíslin telur tvo algengustu matsveppi heims, matkempu (Agaricus bisporus) og túnkempu (Agaricus campestris) en sá fyrrnefndi er algengasti ræktaði sveppur í heimi.

Einkenni kempna (ættkvíslarinnar Agaricus) eru kjötmikill hattur með fanir. Gróprentið er brúnt. Stafurinn er beinn og með leifar af hulu sem ver fanirnar á ungum sveppum en myndar síðan hring á stafnum.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.