Keisaramörgæs

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Keisaramörgæs
Fullorðin keisaramörgæs
Fullorðin keisaramörgæs
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Mörgæs (Sphenisciformes)
Ætt: Spheniscidae (Spheniscidae)
Ættkvísl: Aptenodytes
Tegund:
A. forsteri

Tvínefni
Aptenodytes forsteri
Heimkynni keisaramörgæsarinanar
Heimkynni keisaramörgæsarinanar

Keisaramörgæs (fræðiheiti: Aptenodytes forsteri) er stærst allra mörgæsa og eina mörgæsategundin sem makast um vetur á Suðurskautslandinu. Keisaramörgæsir éta aðallega átu og önnur krabbadýr, en einnig litla fiska og smokkfiska. Í sínu náttúrulega umhverfi lifa keisaramörgæsir yfirleitt í um 20 ár en geta orðið allt að 40 ára gamlar. Hæð kvendýra og karldýra er svipuð, þau geta náð allt að 122 sentimetra á hæð og vegið um 45 kíló. Keisaramörgæsin hefur ekki þá getu að fljúga, vængir þeirra virka frekar sem hreyflar í sjónum.

Útlit og einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Fullvaxin keisaramörgæs.

Líkamar keisaramörgæsa eru straumlínulaga sem gegnir þeim tilgangi að minnka viðnámið þegar þær synda. Sundfimi þeirra er talin einstök og ein sú besta á meðal fugla. Þær hafa fiður en vængir þeirra líkjast frekar bægslum eða hreifum heldur en fuglsvængjum.[1] Keisaramörgæsin vegur um þrjátíu kíló og er 115 sentimetrar á hæð. Æxlunartímabilið þeirra er frá apríl til desember. Keisaramörgæsin er með litríkar fjaðrir í kringum háls og höfuð. Þær eru með gul eyrnabót sem blandast niður meðfram bringu þeirra. Talið er að til séu um 595 þúsund keisaramörgæsir í heiminum.[2] Skyldasta fuglaætt þeirra er fýllinn.[1]

Að lifa af[breyta | breyta frumkóða]

Keisaramörgæsir notast við líkamlegar aðlaganir og mikla samvinnu þeirra á milli í þeim tilgangi að komast af í þessum gríðarlegu erfiðum aðstæðum. Þarna á Suðurskautslandinu blása kaldir vindar sem mælast allt að mínus sextíu gráður á celcíus. Samvinnan þeirra blómstrar þegar köldustu vindar herja að þeim. Hópurinn allur safnar sér saman og hjúfrar sér saman til þess að forðast vindinn og einangra hitann. Þær skiptast síðan á, þær sem eru ystar fá að færa sig innar með tímanum og innri tekur við kuldanum. Keisaramörgæsir eyða heilu köldu vetrunum á opna ísnum við ekkert skjól. Þær meira að segja æxlast við þessi skilyrði. Kvendýrin verpa einu eggi og skilja það eftir. Í framhaldinu leggja þær af stað í veiðiferð út í ískaldan sjóinn. Þessar veiðiferðir geta endast allt upp í tvo heila mánuði. Þær þurfa að ferðast allavega fimmtíu mílur þegar loksins er náð opnu hafi. Þar veiða þær fiska, beitusmokk og ljósátu. Keisaramörgæsin getur kafað niður á 564 metra ofan í hafsdjúpin og haldið í sér andanum í allt að tuttugu mínútur.[3]

Fjölskyldan

Foreldrahlutverkið[breyta | breyta frumkóða]

Karldýrið heldur egginu á hita á meðan móðirin er á veiðum eftir mat. Það er einkennandi fyrir keisaramörgæsir að þeir sitja ekki á eggjunum heldur koma þeim fyrir ofan á klóm sínum til þess að vernda þau frá kalda klakanum og breiða feldinum þeirra yfir eggin til að veita hlýju. Á meðan þessum tveimur mánuðum stendur éta karldýrin ekkert og nærast því ekkert og nota því allt sem þeir eiga til að þrauka út þessa erfiðu bið. Þegar kvendýrin snúa aftur á ísinn eru þær með magann fullan af mat handa nýfædda unganum sínum. Um leið leggur karldýrið af stað í veiðiferð í leit af æti fyrir þá sjálfa. Mæðurnar halda ungum sínum á hita með feldinum sínum því annars myndi ungarnir deyja innan nokkra mínútna. Um sumartímann í desember bráðnar mestallur ísinn eða brotnar, þá eru ungarnir tilbúnir að synda og veiða sjálfstætt. [3]

Rándýr sem veiða keisaramörgæsir[breyta | breyta frumkóða]

Hlébarðaselurinn er helsta dýrið sem veiðir keisaramörgæsir. Önnur rándýr eru sæljón og háhyrningar.[4] Skúmar, pípunefir, og aðrir fuglar nærast á eggjum þeirra og geta stundum líka veitt mörgæsarunga.[5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Jón Már Halldórsson. (2003, 27. febrúar). Hvers vegna lifa mörgæsir bara á Suðurskautslandinu?
  2. Cool Antarctica. (e.d.). Emperor Penguin Facts – Aptenodytes forsteri. Sótt af https://www.coolantarctica.com/Antarctica%20fact%20file/wildlife/Emperor-penguins.php
  3. 3,0 3,1 National Geographic. (e.d.). Emperor Penguin. Sótt af https://www.nationalgeographic.com/animals/birds/e/emperor-penguin/
  4. Penguins World. (2017). Penguin Predators. Sótt af https://www.penguins-world.com/penguin-predators/
  5. Seaworld Parks & Entertainment. (e.d.). Longevity & Causes Of Death. Sótt af https://seaworld.org/animal-info/animal-infobooks/penguin/longevity-and-causes-of-death#ctl05_lnkLogo