Keisaramörgæs

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Keisaramörgæs
Keisaramörgæsir
Keisaramörgæsir
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Mörgæsir (Sphenisciformes)
Ætt: Mörgæsaætt (Spheniscidae)
Ættkvísl: Vængleysingjar (Aptenodytes)
Tegund: A. forsteri
Tvínefni
Aptenodytes forsteri
George Robert Gray, 1844
Aptenodytes forsteri

Keisaramörgæsin (fræðiheiti: Aptenodytes forsteri) er stærst allra mörgæsa og eina mörgæsategundin sem makast um vetur á Suðurskautslandinu. Keisaramörgæsir éta aðallega átu og önnur krabbadýr, en einnig litla fiska og smokkfiska. Í sínu náttúrulega umhverfi lifa keisaramörgæsir yfirleitt í um 20 ár en geta orðið allt að 40 ára gamlar.