Katrín Pálsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Katrín Pálsdóttir (9. júní 188926. desember 1952) var borgarfulltrúi í Reykjavík og starfaði að ýmsum félags- og velferðarmálum.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Katrín fæddist og ólst upp á Fróðholtshóli á Rangárvöllum. Hún giftist Þórði Þórðarsyni bónda og stunduðu þau búskap og annan atvinnurekstur víða á Suðurlandi, uns hann lést árið 1925.

Að manni sínum látnum, flutti Katrín til Reykjavíkur þar sem hún lét mjög til sín taka á sviði félagsmála. Hún kom á fót sumardvalarheimili fyrir fátækar mæður í samstarfi við Laufeyju Valdimarsdóttur, sat í Mæðrastyrksnefnd og var um árabil varaformaður og síðar formaður Mæðrafélagsins.

Katrín var virkur félagi í Sósíalistaflokknum. Hún var kjörin varaborgarfulltrúi í bæjarstjórnarkosningunum 1938 og sat sem bæjarfulltrúi frá 1942 til 1950.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Páll Líndal & Torfi Jónsson (1986). Reykjavík: Bæjar- og borgarfulltrúatal 1836-1986. Reykjavíkurborg.