Laufey Valdimarsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Laufey Valdimarsdóttir (1. mars 18909. desember 1945) var íslensk kvenréttindakona. Hún var dóttir Bríetar Bjarnhéðinsdóttur ritstjóra Kvennablaðsins og Valdimars Ásmundssonar ritstjóra Fjallkonunnar. Bróðir hennar var Héðinn Valdimarsson stjórnmálamaður og verkalýðsforingi.

Laufey lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík fyrst íslenskra kvenna árið 1910 með 1. einkunn og hóf nám við Kaupmannahafnarháskóla en lauk ekki prófi þaðan. Hún varð formaður Kvenréttindafélags Íslands árið 1927 og fyrsti formaður Mæðrastyrksnefndar 1928. Hún lést í París þar sem hún var á leið á alþjóðaþing kvenna í Sviss.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]