Fara í innihald

Katla og Pálmi - Katla og Pálmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Katla og Pálmi - Katla og Pálmi
Bakhlið
SG - 162
FlytjandiKatla og Pálmi
Gefin út1982
StefnaBarnalög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnSigurður Bjóla
Hljóðdæmi

Katla og Pálmi - Katla og Pálmi er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1982. Á henni syngja Katla María og Pálmi Gunnarsson nokkur þekkt barnalög. Gunnar Þórðarson útsetti og stjórnaði undirleik og hljóðritun. Hljóðritun undirleiks fór fram í Tapestry Studio, London en hljóðritun söngs í Hljóðrita. Tæknimaður: Sigurður Bjóla. Ljósmyndir á umslagi: Studio 28 Filmuvinna og prentun: Prisma

  1. Snjókarlinn - Lag - texti: Árni Ísleifs — Númi Þorbergs
  2. Töfraorðið - Lag - texti: Richard M. & Robert B. Sherman — Baldur Pálmason
  3. Eniga Meniga - Lag - texti: Ólafur Haukur Símonarson
  4. Róbert bangsi - Lag - texti: Mike McNaught/Ken Martyne — Böðvar Guðmundsson
  5. Lína Langsokkur - Lag - texti: Jan Johannsson — Kristján frá Djúpalæk
  6. Nú er úti veður vott - Lag - texti: Gunnar Þórðarson — Íslenskar þjóðvísur
  7. Hvar er húfan mín - Lag - texti: Thorbjörn Egner — Kristján frá Djúpalæk
  8. Komdu niður - Lag - texti: Jón Sigurðsson
  9. Piparkökusöngurinn - Lag - texti: Christian Hartmann/Thorbjörn Egner — Kristján frá Djúpalæk
  10. Emil í Kattholti - Lag - texti: George Riedel — Böðvar Guðmundsson
  11. Við læðumst hægt... - Lag - texti: Thorbjörn Egner — Kristján frá Djúpalæk

Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Á þessari plötu, sem er tvö hundruð og fimmtugasta platan sem SG-hljómplðtur gefa út, er að finna ellefu lög. Allt eru þetta gamalkunn lög, ýmist úr barnaleikritum, barnakvikmyndum eða sjónvarpsþáttum sem sérstaklega hafa verið ætlaðir börnum. Lögin úr barnaleikritum eru sjö og hafa fyrir löngu haslað sér völl á Íslandi og orðið sígild. Við þau öll eru íslenskir textar eftir okkar fremstu textasmiði.

Síðan koma þrjú lög sem ekki eru tengd barnaleikritum eða öðru. Þar er fyrst hið sérlega skemmtilega lag og ljóð Ólafs Hauks Símonarsonar Eniga meninga, síðan koma tvö lög sem þær stöllur Anna Sigga og Soffía sungu inn á plötu fyrir aldarfjórðungi, eru það lögin Komdu niður og Snjókarlinn.

Lestina rekur síðan nýtt lag eftir Gunnar Þórðarson, sem hann samdi við íslensku þjóðvísurnar Nú er úti veður vott. Gunnar útsetti lögin á plötunni og stjórnaöi undirleik og hljóðritun. Tvö "söluhæstu" nöfnin á íslenskum hljómplötum síðari ára, þau Katla María og Pálmi Gunnarsson syngja öll ellefu lögin saman. Þessi þrjú nöfn, Gunnar, Katla María og Pálmi sanna að platan er í hæsta gæðaflokki og höfðar hún til hlustenda á öllum aldri. Enda lagði fyrirtækið stolt sitt í að tvö hundruð og fimmtugasta plata þess yrði sannkölluð fjölskylduplata.