Katla María - Litli Mexíkaninn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Katla María - Litli Mexíkaninn
Forsíða Katla María - Litli Mexíkaninn

Bakhlið Katla María - Litli Mexíkaninn
Bakhlið

Gerð SG - 151
Flytjandi Katla María
Gefin út 1981
Tónlistarstefna Barnalög
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjórn Tony Cook og Gunnar Smári

Katla María - Litli Mexíkaninn er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1981. Á henni syngur Katla María barnalög. Ólafur Gaukur útsetti öll lögin á þessari plötu og stjórnaði hljómsveitarundireik og hafði einnig yfirumsjón með hljóðritun og hljóðblöndun. Eftirfarandi hljóðfæraleikarar koma við sögu í öllum lögunum: Pétur Hjatested, Hljómborð; Tryggvi Húbner, gítar; Sigurður Karlsson trommur og slagverk og Pálmi Gunnarsson, bassi. Strengjasveit undir forystu Graham Smith leikur í níu lögum. Fiðlur: Graham Smith, Júlíana Elín Kjartansdóttir, Michael Shelton, Ágústa Jónsdóttir, Anna Rögnvaldsdóttir og Sólrún Garðarsdóttir. Víólur: Helga Þorsteinsdóttir og Stephen King. Selló: Josep Breines og Isidor Weiser. Í einstaka lögum leika þeir Viðar Alfreðsson, trompet; Bernard Wilkinsson, flauta; Kristinn Svavarsson, altó-saxófónn; Kristján Stephensen, óbó; Hafsteinn Guðmundsson, fagott; Björn R. Einarsson, trombón og Árni Elvar, trombón. Hljóðritun fór fram hjá Hljóðrita hf. Tæknimenn: Tony Cook og Gunnar Smári. Ljósmyndir: Pjétur Stefánsson. Litgreining og prentun: Prisma, Hafnarfirði.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Litli Mexíkaninn - Lag - texti: Fredrik Friis - Óskar Ingimarsson Hljóðdæmi 
 2. Ef væri ég fugl - Lag - texti: Frederik Friis - Óskar Ingimarsson
 3. Dyrabjallann - Lag - texti: Alf Pröysen - Óskar Ingimarsson
 4. Hundarnir mínir - Lag - texti: Daniel. Faure/M.Trulsrud - Óskar Ingimarsson
 5. Litlimann - Lag - texti: Finn Laudt/Alf Pröysen - Óskar Ingimarsson
 6. Villtur dans - Lag - texti: Thore Skogman/Sigurd Haugen - Óskar Ingimarsson
 7. Með hlunkadunki - Lag - texti: G.R. Wahlberg/Alf Pröysen - Óskar Ingimarsson
 8. Í Skakkalandi - Lag - texti: Bjarne Amdahl/Alf Pröysen - Óskar Ingimarsson
 9. Fussumsvei - Lag - texti: Norskt alþýðulag/Alf Pröysen - Óskar Ingimarsson
 10. Ullarbragur - Lag - texti: Norskt alþýðulag/Alf Pröysen - Óskar Ingimarsson
 11. Bíllinn hans stjána - Lag - texti: Alf Pröysen - Óskar lngimarsson

Norðmaðurinn[breyta | breyta frumkóða]

Alf Pröysen er kunnasti og vinsælasti höfundur barnaljóða í Noregi og sennilega á öllum Norðurlöndunum. Um langt skeið hefur staðið til að SG-hljómplötur tækju fyrir ljóð eftir Alf Pröysen á barnaplötu. Nú hefur það loks orðið að veruleika, því meiri hluti ljóðanna á þessari plötu er eftir hann. Önnur ljóð eru eftir aðra norska höfunda. Ljóð Pröysen hafa verið uppáhald norskra barna í áratugi og eru mörg hver sígild. Sænsk börn, svo og finnsk og dönsk hafa kynnst ljóðum Alf Pröysen í þýðingum, en nú koma þau fyrst fyrir augu og eyru íslenzkra barna í snilldarlegri þýðingu Óskars Ingimarssonar.

SG-hljómplötur hafa lagt stolt sitt í að gera þessa plötu sem vandaðasta og hefur hvergi verið til sparað. Katla María syngur sérlega skemmtilega og þá eru útsetningar Ólafs Gauks stórgóðar og í stíl þeirrar tónlistar, sem hvað vinsælust er hin síðari ár. Flestir okkar kunnustu og færustu hljóðfæraleikara annast undirleik og hljóðritun er til fyrirmyndar.