Karólína Matthildur
Karólína Matthildur (22. júlí 1751 - 10. maí 1775) var drottning Danmerkur og Noregs frá 1766 til 1772. Hún var dóttir Friðriks prinsins af Wales, ríkiserfingja bresku krúnunnar. Hún var jafnframt systir Georgs 3. Bretakonungs.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Karólína var alin upp af fjarskyldum ættingjum langt frá konungshöllinni. Á 15. ári var Karólína send til Danmerkur þar sem hún átti að giftast Kristjáni VII Danakonungi. Hjónaband þeirra gekk illa þar sem Kristján var geðveikur, auk þess að vera kaldlyndur og vondur við Karólínu. Hann hélt einnig ítrekað framhjá henni.
Kristján réð sér einkalækni, Þjóðverjann Johann Friedrich Struensee sem náði að stjórna skapsveiflum konungs. Með árunum þróaðist ástarsamband á milli Karólínu og Struensee og er talið að dóttir Karólínu, Lovísa Ágústa, hafi verið dóttir Struensee en ekki Kristjáns. Stuttu eftir fæðingu Lovísu hófst orðrómur á milli íbúa konungsríkisins um að Karólína og Struensee vildu fangelsa konunginn og ná völdum í Danmörku í stað Kristjáns, þar sem þau töldu hann óhæfan til valda.
Karólína og Struensee voru með aðrar skoðanir en danska hirðin því þau vildu bæta hag almennings sem þýddi að skera ætti niður laun og forréttindi hirðarinnar. Á þessum tíma ríkti mikil stéttskipting í Danmörku og var þá hirðin yfir öllu en almenningur fátækur og þurfti að borga næstum öll sín laun til hirðarinnar. Struensee hafði mikið vald yfir Kristjáni þar sem Kristján treysti honum fyrir öllu. Struensee fékk sínu fram og það voru sett ýmis lög sem bættu samfélag almennings í Danmörku.
Karólína eignaðist tvö börn þau, Friðrik VI og Lovísu Ágústu. Friðrik átti hún með Kristjáni en Lovísa er talin vera dóttir Struensee. Eftir orðróminn um ástarsamband Karólínu og Struensee byrjaði danska hirðin að finna sannanir og sannfærðu Kristján að skrifa undir handtökuskipun á Struensee. Struensee var pyntaður í marga daga áður en hann játaði loks og var hálshöggvinn.
Útlegð og andlát
[breyta | breyta frumkóða]Karólína var send í útlegð og dó aðeins 23 ára gömul í Hannover af völdum skarlatssóttar.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Caroline Matilda of Great Britain“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 28. nóvember 2017.