Fara í innihald

Karfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Karfar)
Karfi
Gullkarfi (Sebastes marinus)
Gullkarfi (Sebastes marinus)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Brynvangar (Scorpaeniformes)
Ætt: Karfaætt (Scorpaenidae)
Ættkvísl: Karfi (Sebastes)
Tegundir

Sjá grein.

Karfi (fræðiheiti: Sebastes) er ættkvísl fiska af karfaætt og telur um hundrað tegundir. Flestar þessara tegunda lifa í Norður-Kyrrahafi, en ein tegund lifir í Suður-Kyrrahafi og Suður-Atlantshafi, og fjórar tegundir lifa í Norður-Atlantshafi.

Karfar eru mikilvægir nytjafiskar. Við Ísland finnast einkum gullkarfi, djúpkarfi og litli karfi og er oftast átt við gullkarfa þegar talað er um karfa á íslensku.

Fullorðinn karfi lifir á ljósátu og smáfiski, svo sem loðnu og síld, og fer víða í leit að æti en fæða yngri karfa er einkum ljósáta en einnig krabbadýr og fiskiseiði.

Miðlungsstórir, all-hávaxnir fiskar, með stutta og sterka stirtlu, höfuðstórir, munnvíðir, yfirmyntir, með smáar tennur í þéttum breiðum á miðskoltsbeinum, neðra skolti, plógbeini og gómbeinum; stóreyfðir, með brodda á afturrönd vangabeins, á tálknaloksbeinum, fremstu rákarbeinum og aftast á krumma. Gelgjur 7. Tælkni stór. Hreistur alstaðar, nema á uggum og gelgjubörðum. Rákin óslitin. Sundmagi enginn. Lífhimnan svört. Eiga unga[1].

Tegundir karfa

[breyta | breyta frumkóða]

Það eru alls 108 tegundir teljast til karfaættkvíslarinnar[2].

  1. Bjarni Sæmundsson (1926). Íslensk dýr I. Fiskarnir (Pisces Islandiæ). Reykjavík: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. bls. 92.
  2. FishBase: SpeciesList of Sebastes[óvirkur tengill]