Fara í innihald

Kaffibaunamálið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kaffbaunamálið var gjaldeyris- og skattatengt mál sem kom upp á Íslandi í byrjun árs 1985 og snerist um innkaup Sambandsins á kaffibaunum. Þá var SÍS kært fyrir svik við Kaffibrennslu Akureyrar. Árið 1988 féll dómur í Hæstarætti og voru tveir sýknaðir, en þrír dæmdir.

Á þessum árum voru gjaldeyrishöft á Íslandi. Endurgreiðslur kaffisala sem keyptu kaffi frá Brasilíu á árunum 1979, 1980 og 1981 áttu að renna til Kaffibrennslu Akureyrar eftir útreikninga, en komu aldrei úr sjóðum Sambandsins. Rannsókn fór fram á vegum rannsóknardeildar gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Sambandið framvísaði reikningum án þess afsláttar, sem sölufyrirtækið í Brasilíu veitti og fékk gjaldeyrisyfirfærslur til að greiða fyrir kaffið. Þannig munu hafa fengist gjaldeyrisyfirfærslur fyrir 16 milljónir dollara, en í raun var ekki greidd til hins erlenda fyrirtækis nema um hálf ellefta milljón. Sambandið greiddi kaffibrennslunni mismuninn eftir að rannsókn ríkisskattstjóra hófst. Þá beindist rannsóknin að því að kanna hvað orðið hefði um hálfa milljón Bandaríkjadala, sem ekki var skilað til íslenskra gjaldeyrisyfirvalda.

Þeir sem lágu undir grun reyndu að hafa áhrif á almenningsálit í gegnum umfjöllun fjölmiðla. Fyrir málflutning í Hæstarétti réð Samband íslenskra samvinnufélaga til sín ráðgjafa til að vinna skýrslu um málið sem gagnast gæti verjendum í málinu. Skýrslan var lögð fyrir Hæstarétt og jafnframt afhent fjölmiðlum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.