KFUM og KFUK

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá KFUM og K)

KFUM og KFUK (Kristileg félög ungra manna og kvenna einnig stytt KFUM og K) eru kristin æskulýðssamtök, stofnuð árið 1844 í London af George Williams. Samtökin eru ein þau elstu og útbreiddustu af slíku tagi í heiminum með félög í yfir hundrað löndum.

Ísland[breyta | breyta frumkóða]

KFUM á Íslandi var stofnað í Reykjavík 2. janúar árið 1899 af séra Friðriki Friðrikssyni sem hafði kynnst samtökunum í Kaupmannahöfn. 29. apríl sama ár var KFUK stofnað. Félagið rekur sumarbúðir fyrir börn í Vatnaskógi, Vindáshlíð, Kaldárseli, Ölveri og við Hólavatn.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.