Kaldársel
Útlit
Kaldársel eru sumarbúðir KFUK sem eru staðsettar austan við Hafnarfjörð í nágrenni Helgafells. Þar rennur Kaldá sem staðurinn er nefndur eftir. Elsti hluti skálans er frá 1925 en tvisvar hefur verið byggt við hann.
Í næsta nágrenni við Kaldársel eru vinin Valaból, eldstöðin Búrfellsgjá, móbergsfjallið Helgafell, ýmsir hellar, skóglendi og önnur útivistarsvæði.