Kínverskir stafir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kínverskir stafir eða Han-stafir eru myndletur[1] sem notað er til þess að skrifa kínversku.

Fjöldi kínverskra stafa er um 47 þúsund en stór hluti þeirra er sjaldan notaður. Kannanir í Kína benda til þess að til þess að vera læs á kínversku þurfi maður að þekkja milli þrjú og fjögur þúsund stafi.

Enda þótt skrifa megi orð með einum kínverskum staf þarf í flestum tilvikum tvo eða þrjá stafi til að tákna hvert orð. Það er vegna þess að í myndletrinu táknar hver mynd orðstofn eða rót.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig er kínverska stafrófið og hvað eru margir stafir í því?“. Vísindavefurinn 13.9.2004. http://visindavefur.is/?id=4507. (Skoðað 22.3.2009).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.