Spjall:Kínverskir stafir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Mér finnst einhvern veginn að Kínverjar noti ekki stafi, heldur tákn (myndleturstákn). Að mínum skilningi er „stafur“ með merkinguna hljóðtákn. Kínversku táknin standa ekki fyrir hljóð heldur (að minnsta kosti) heil orð, eða svo hefur mér skilist. Þess vegna finnst mér greinin rangnefnd, hún ætti frekar að heita Kínversk tákn eða eitthvað slíkt. Hvað segja aðrir? --Mói 22. mars 2009 kl. 22:48 (UTC)

Nei, ekki endilega fyrir heil orð, heldur orðstofn eða rót. Eins og fram kemur í greininni (tekið úr ensku greininni) þarf oft tvo eða fleiri stafi til að tákna eitt orð. En annars tók ég þennan titil frá rauðum tengli af síðunni Wikipedia:Greinar sem ættu að vera til en eru það ekki. Mín vegna má færa þetta. „Kínversk tákn“ kemur til greina en þó geta tákn verið fleiri en „stafirnir“ (ef við hefðum t.d. grein um íslensk tákn yrðu þar alls kyns tákn önnur en stafirnir í stafrófinu). Kannski væri „Kínverskt letur“ betra? Eða „skrifletur“ (sem er notað sem þýðing á „script“). --Cessator 22. mars 2009 kl. 23:52 (UTC)
Fleiri hlekkir tengjast við „Kínversk tákn“ og „Kínverskt tákn.“ Rétt er og að „stafur“ hefur færri niðurstöður frá Google (sæktu t.d. "kínverskir stafir" -wikipedia). Mér virðist að „tákn“ er sanni nafninn. LokiClock 21. apríl 2011 kl. 10:54 (UTC)