Kínahverfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kínahverfi í Melbourne í Ástralíu.

Kínahverfi (e. Chinatown) er borgarhluti sem margt fólk af kínversku bergi brotnu hefur gert að bækistöð sinni fjarri Kína sjálfri. Yfirleitt fyrirfinnast mörg kínversk veitingahús og verslanir og götur eru þar oft mjög litskrúðugar.

Kínahverfin leynast víða í Austur-Asíu, Suðaustur-Asía, Ameríku, Ástralasíu og Evrópu. Hverfin voru áður fyrr talin lokuð samfélög en eru nú á dögum talin markverðar viðskipta- og ferðamannamiðstöðvar. Sum Kínahverfi eru líka fjölmenningastaðir. Mörg Kínahverfi hinna ýmsu borga eru vinsælir ferðamannastaðir en önnur eru lifandi samfélög og sum eru blanda hvort tveggja. Sum hverfin eru þó fátækrahverfi eða endurþróuð svæði. Í sumum Kínahverfum eru aðeins töluð kínverska og oft býr þar fólk sem skilur ekki móðurmál viðkomandi lands. Götumerki eru ósjaldan á kínversku og þýdd á móðurmál viðkomandi staðar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.