Jurmala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ströndin í Jurmala.

Jurmala er borg í Lettlandi við strönd Eystrasalts, um 25 kílómetra frá höfuðborginni Riga. Íbúafjöldinn er tæplega 50 þúsund manns og er borgin sú fimmta stærsta í Lettlandi. Borgin státar af yfir 30 kílómetra hvítri sandströnd og er vinsæll sumarleyfisstaður. Á tímum Sovétríkjanna var Jurmala eftirsótt sumarparadís hjá ýmsum háttsettum leiðtogum kommúnistaflokksins, eins og Leoníd Brezhnev og Níkíta Khrústsjov. Jurmala var áður talin hluti af höfuðborginni Riga, en það breyttist á árinu 1959 er Jurmala varð sjálfstætt hérað.