Félagsleg mótunarhyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Félagsleg mótunarhyggja er stefna í félagsvísindum sem leggur áherslu á smíði og viðhald félagslegra fyrirbæra fremur en líta á þau sem þversöguleg og óháð gjörðum einstaklinga. Rannsóknir í anda félagslegrar mótunarhyggju fjalla gjarnan um það hvernig félagslegur veruleiki; venjur, hefðir og stofnanir, er búinn til og hvernig atferli, viðhorf og túlkanir fólks halda honum við.

Félagslegri mótunarhyggju er gjarnan stillt upp sem andstæðu við eðlishyggju. Hún á sér rætur í fyrirbærafræði Alfred Schütz í gegnum áhrifamikið verk Peters L. Bergers og Thomas Luckmann The Social Construction of Reality frá 1966 en þeir voru báðir nemendur Schütz í The New School í New York-borg.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.