Jotunheimen-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jotunheimen.

Jotunheimen-þjóðgarðurinn (norska: Jotunheimen nasjonalpark) er þjóðgarður í Noregi sem stofnaður var árið 1980. Hann er í Upplöndum og Sogn og Firðafylki. Stærð hans er 1,151 km² og er meginsvæðið í Jotunheimen. Yfir 250 tindar rísa þar yfir 1900 metra. Þar á meðal eru hæstu fjöll Noregs: Galdhøpiggen (2.469 metrar) og Glittertind (2.465 metrar). Jöklar hafa mótað gabbró-berg og skilið eftir dali og tinda. Villt dýr á svæðinu eru meðal annars hreindýr og gaupa. Veiði á sér langa sögu þar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Kort af þjóðgarðinum[óvirkur tengill]